Leðjuslagur Demókrata

Forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum er eins og kunnugt er löngu lokið.  En svo virðist sem Hillary Clinton og hennar nánustu hafi ekki áttað sig á því.  Í dag þann 27. maí á eingöngu eftir að velja kjörmenn í þremur fylkjum (eða öllu heldur kjörsvæðum).  Samtals eru 86 fulltrúar þar til ráðstöfunar.  En af ofurkjörmönnunum eiga 200 kjörmenn eftir að gefa upp afstöðu sína.

Prófkjörin sem eru framundan eru í:

Puerto Rico        með 55 kjörmenn         þann 1. júní í opnu prófkjöri

Suður Dakóta    með 15 kjörmenn         þann 3. júní í lokuðu prófkjöri

Montana           með 16 kjörmenn         þann 3. júní í opnu prófkjöri

Formlega þarf frambjóðandi að fá 2.026 til að hljóta útnefningu flokksins.  Barak Obama vantar 51 fulltrúa til að ná tilsettri tölu en Hillary Clinton 246.  Úrslitin eru semsagt löngu ljós þó svo að ekki sé búið að flauta leikinn af.  Það kætir vitaskuld Rebúblikana að Obama og Clinton skuli enn um sinn gefa sér tíma til að klóra augun hvort úr öðru.

Fyrir áhugafólk um framvindu útnefningu Demókrata bendi ég á góða vefsíðu þar sem reglulega eru færðar inn upplýsingar eftir því sem fleiri ofurkjörmenn gera upp hug sinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í ljósi þess að Hillary hefur fengið meirhluta greiddra atkvæða í forkosningum demókrata síðan í byrjun mars og er í sumum fylkjum að fá 2/3 hluta atkvæða er í raun ómögulegt fyrir hana að draga sig í hlé. Og ef atkvæðin í Florida og Michigan eru talin með er hún jafnframt með meirihluta greiddra atkvæða í öllu forvalinu.

Svo sýna nýjustu kannanir að hún er miklu líklegri til að vinna MaCain í forsetakosningunum í nóvember heldur en Obama.

Það getur því orðið erfitt fyrir ofurfulltrúanna á þingi demókrata í ágúst að gera upp hug sinn um hvort þeirra sé sterkari kadídat.

Að halda því fram að forvalinu sé löngu lokið á því ekki við rök að styðjast. Síðan má velta því fyrir sér hvers vegna stöðugt er klifað á þessu að forvalinu sé lokið, bæði af áhrifamönnum í flokki demókrata og í sumum sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum. þegar Hillary er stöðugt að vinna á og hrifningaraldan í kringum Obama dalar jafnt og þétt?

Jón Pálsson (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 21:46

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður verður að vera sammála þessu Jón Pálsson/Spyrjum að leikslokum/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.5.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband