Færsluflokkur: Íþróttir

Íþrótt í uppsveiflu

Líklega er kvennaknattspyrnan sú íþróttagrein sem er í hvað mestri uppsveiflu.  Það er raunar ekki gott að átta sig á því þegar eitt lið vinnur annað 10-0.  Markatala Valsstelpnanna eftir sumarið 88 skoruð en aðeins 7 mörk fengin á sig er heldur ekki vísbending um gæði íþróttarinnar í heild.  Ég vonaði í upphafi móts að Stjarnan og Keflavík yrðu aðgangsharðari við toppliðin sem ég hélt að yrðu Valur og Breiðablik.  En meðan svo mikill munur er á liðunum í deildinni þá eru fáir spennandi leikir, - því miður.  Það hefði verið meira spennandi ef Valur hefði verið með tvö lið í efstu deild.  Að vísu hefði hvorugt þeirra orðið Íslandsmeistari en ég þori að fullyrða að hvorugt hefði fallið.  Slík er breiddin í þeim hópi.

En hvað tel ég vitnisburð um uppsveiflu kvennaboltans?

  • Við sem sáum einn og einn leik með stelpunum fyrir 20-30 árum reynum ekki að bera saman boltann þá og nú.  Stelpurnar hafa reyndar alltaf haft nef fyrir spili (en strákarnir eru bara nýlega farnir að spila skemmtilega (þ.e. þeir eru hættir kraftakarlaboltanum)), en nú sér maður margar gríðarlega skotfastar stelpur, sprettharðar eru þær sem aldrei fyrr og með mikla skallatækni.
  • Það er ástæða til að benda á að kvennalandsliðið í fótbolta er margfalt betra en karlalandsliðið.  Ef áhorfendur myndu sýna stelpunum þó ekki væri nema helminginn af þeim stuðningi sem strákarnir fá, þá væru þær reglulegir gestir á úrslitakeppnum stórmóta.
  • Velgengni Vals og Breiðabliks í Evrópukeppninni á síðustu árum sínir ótvírætt að bestu liðin hér heima myndu spjara sig með ágætum í efstu deild í hvaða landi sem er.
Ég óska Valsstelpum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og óska þeim góðs gengis í Evrópukeppninni í næsta mánuði!
mbl.is Valur Íslandsmeistari kvenna 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband