7.2.2007 | 14:07
Hefur Ingibjörg Sólrún þá rétt fyrir sér?
Uss, þetta má ekki spyrjast út. Fólk gæti farið að kjósa Samfylkinguna. T.d. fólkið sem stýrir og starfar hjá fyrirtækjunum sem eru kominn með allan sinn rekstur í aðrar myntir. Eða þau heimili sem hafa verið að færa skuldir sínar úr krónum yfir í erlendar myntkörfur.
Plís ekki segja neinum...
Segir ástand gengismála óviðunandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í fyrsta lagi takk fyrir að gera með að blogg vin ég er upp með mér. Hvernig biður maður annars aðra um að verða bloggvinir manns??
Varðandi evruna þá er það kannski eitt af fáu sem Ingib.Sólrún hefur rétt fyrir sér í og ég held að það sé tæpast nóg. Gamanlaust fyrir mann eins og mig búsettan hér í Frakklandi þá lít ég á að krónan sé allt of lítill gjaldmiðill fyrir íslenska víkinga í útrásarhug og margt margt fleirra sem styður það að við ættum að taka upp evruna.
Ármann Örn Ármannsson, 7.2.2007 kl. 14:22
Þegar einhver talar jafn mikið og frú Ingibjörg Sólrún hlýtur að koma að því að eitthvað sem hún segir hittir á sannleikann ..
Ég vil ekki gleyma því að hún laug að mér fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Ég kaus hana, í þeirri trú að hún yrði þarna næstu 4 árin. Hún lofaði því. Fyrir mér er ekki orð að marka hana lengur... Hún segir það sem hún heldur að ég vilji heyra...
reyndar er ég farin að halda að það sé almennt þannig hjá fólki sem er að reyna að komast á þing...
finnst erfitt að trúa orði sem er sagt sama úr hvað flokki fólk er að koma..
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 14:25
Það er nú alveg ótrúlegt að fólk skuli enn vera að tala um þegar hún hætti sem borgarstjóri. Það var ekki í fyrsta og hreint ekki síðasta sinn sem stjórnmálamaður skipti af sveitastjórnarstigi yfir á landsstjórnarstig. Davíð Oddsson, Kristján Þór Júlíusson, Árni Þór Sigurðsson, Björn Bjarnason, Guðlaugur Þór, Gunnar I Birgisson svo einhverjir séu nefndir hafa gert þetta og enginn er að spá í það. Það að geta ekki treyst henni fyri rþetta er auðvitað bara vitleysa. Við eigum frekar að líta á að sem hún stendur fyrir og dæma svo. Hún gerði stórgóða hluti á meðan hún var borgarstjóri og mun gera fleiri góða hluti þegar hún verður forsætisráðherra.
Svo er líka ótrúlegt að byrja setninguna á "þegar einhver talar jafn mikið og... " hún er stjórnmálamaður og það hefur nú sjaldan verið talið þeim til hnjóðs standi þeir fyrir máli sínu. En vilji maður bara tuða þá auðvitað finnur maður alltaf eitthvað. Líklega er þetta bara tuð í Kleópötru.
Trúnó, 7.2.2007 kl. 15:35
Innlitunar kvitt
Kolla, 7.2.2007 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.