Mengunarbótareglan lögfest?

Umhverfisráðherra lagði fram frumvarp til laga á Alþingi í dag sem ber heitið meginreglur umhverfisréttar.  Mér brá talsvert þar sem ég hef allgóða hugmynd hverjar þessar reglur eru en hef hvorki séð þess merki að umhverfisráðherra né hans nánustu vildu gera þær að sínum.  Ein þessara regla er almennt kölluð mengunarbótareglan en í frumvarpinu kallast hún greiðslureglan og hljóðar svo:

6. gr.
Greiðsluregla.

    Í því skyni að tekið sé tillit til umhverfiskostnaðar skal beita hagrænum stjórntækjum í samræmi við meginregluna um að sá sem mengar beri að jafnaði þann kostnað sem hlýst af því að koma í veg fyrir eða draga úr áhrifum vegna mengunar. 

Merkilegt nokk!  Í mínu fyrsta bloggi fjargviðraðist ég yfir því að starfshópur umhverfisráðuneytisins gerði það ekki að tillögu sinni að mengunarvaldar svifryks á höfuðborgarsvæðinu greiddu fyrir mengunina sem þeir eiga mesta sök á.  Þessi tillaga starfshóps ráðuneytisins var kynnt á málstofu sl. föstudag.  Daginn eftir þurfti ég að leita á læknavaktina (kr. 1500) og kaupa asmalyf (kr. 3.500).  Hver finnst ykkur að eigi að borga brúsann, sá sem mengar eða þolendur?

Að öllu jöfnu yrði ég himinlifandi ef mengunarbótareglan yrði lögfest.  En í ljósi annarra tillagna frá umhverfisráðuneytinu þá er ég vondaufur um að henni verði haldið til streitu þegar á reynir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég kvitta fyrir lesturinn. Athyglisvert.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.2.2007 kl. 13:46

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

þá veit maður það hvert á að fara með reikningana fyrir asmalyfjunum.

Svava frá Strandbergi , 8.2.2007 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband