Dapurleg tíðindi af umferðinni

Ég hlýt að hljóma alveg óþolandi einstrengingslegur þessa dagana.  En mér finnst það fáránlegt að 73 % í könnun aki einir í bíl til vinnu eða skóla í Reykjavík.  Það er nú einu sinni þannig að þessar hversdagslegu ferðir, til vinnu eða í skólann, er auðveldast að komast með öðrum hætti, t.d. með strætó.  Er hægt að réttlæta allt þetta fjáraustur í umferðarmannvirki í þéttbýlinu á þessum forsendum.  Til að flytja eina hræðu þarf ekki margra tonna tryllitæki.  Ef allir kaupa sér "búkollur" eða 18 hjóla trukka til hversdagslegra nota, þurfa þá Vegagerðin og sveitarfélögin að mæta slíku með stærri mannvirkjum og fækkun bílastæða um 75% þar sem hvert tæki tekur fjórfalt pláss?
mbl.is 73% aka einir í bíl til vinnu eða skóla í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Hjartanlega sammála þér! Þetta er sorglegt.

Það á að auka fjárframlög til almenningssamganga og þá minnka útgjöld í umferðarmannvirki. Auðvitað er það erfitt og þarf viðhorfsbreytingu fólks til en það er hægt! Það má ekki gefast upp.

Guðfinnur Sveinsson, 16.2.2007 kl. 19:58

2 identicon

Svona er þetta nú bara þegar allir vilja búa í einbýli með stóru garði sem hægt er að nota þessa tvo góðviðrisdaga á ári. En auðvitað er þetta samt sem áður fáránlegt þótt borgin sé svona heimskulega uppbyggð.

hordur (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 20:12

3 identicon

Bý sjálfur í borg sem er þokkalega þéttbyggð og finnst mér persónulega miklu meira líf hér heldur en þegar ég kem heim til íslands eða ferðast í mörgum bandarískum borgum. Finnst einhvern vegin eins og það sé nótt alltaf þegar maður ferðast um hverfi í reykjavík engin á ferli gangandi.

hordur (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 20:16

4 identicon

Satt að segja hélt ég að þetta hlutfall væri enn hærra .

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 20:33

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Höfum frítt í strætó fyrir alla í þrjú ár til reynslu. Þá sjáum við hvort aðsóknin að strætó eykst ekki, ferðatíðnin í kjölfarið, bílum fækkar - og allir glaðari vegna minna svifryks, færri slysa og minni kostnaðar við slaufur og mislæg gatnamót. Svo má lesa Fréttablaðið í strætó á leið milli staða (eða bloggið þegar öll borgin verður orðin að heitum reit). Reyndar er ekki víst að það þurfi þriggja ára reynslutíma, þetta virkaði strax á Akureyri þegar hætt var að rukka í strætó um áramótin.

Berglind Steinsdóttir, 16.2.2007 kl. 21:21

6 identicon

Sjálfur gæti ég notað strætó til að fara í vinnuna dag og dag. En hvernig á ég að borga fyrir fargjaldið? Ekki er ég með klink í vösum hvað þá seðla í veskinu, bara plast. Ekki gefa strætisvagnastjórar til baka. Ekki taka þeir við korti sem greiðslu fyrir fargjaldi. Það eina sem venjulegur borgari getur gert er að aka niður á Hlemm og kaupa sér kort í strætó þar.

Ég tel að það sé rétt sem GGH stingur uppá, hafa frítt í vagnana sem tilraun. Það er botlaust tap á þessum rekstri hvort sem er og ég trúi ekki að fargjöldin sem innheimt eru núna skipti neinu máli í því dæmi.

Sverrir Karlsson (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband