Atvinnulífið og ríkisvaldið

Þegar ég rak augun í þessa frétt af landvinningum Vélaverkstæðis Skagastrandar þá tók kollurinn smá kipp.  Ég verð að játa að ég hef haft hina megnustu óbeit á því þegar stjórnmálamenn eru að ferðast um landið með fyrirætlanir um það hvers konar atvinna skuli stunduð hér og þar.  Stuðningur Byggðastofnunar við hin og þessi fyrirtæki í gegnum tíðina eru dæmi um slíkan ófögnuð.  En til allrar hamingju hefur atorkusamt fólk tekið sig til og stofnað fyrirtæki til að fylgja eftir hugmyndum sem það hefur ekki getað losnað við úr kollinum án þess að láta á þær reyna.  Ef einhver hefði sagt við mig fyrir 25 árum að framundan væri rekstur fyrirtækis:

  • sem framleiddi búnað til svefnrannsókna.
  • sem framleiddi gervilimi.
  • sem framleiddi vogir.
  • sem rannsakaði erfðasjúkdóma og ynni að lyfjaþróun á grundvelli þeirrar þekkingar.
  • sem væri með nokkra stóra báta til að skoða hvali í sínu náttúrulega umhverfi.
  • sem framleiddi og seldi aðgang að tölvuleik sem væri hægt að spila hvar sem er í heiminum.
  • sem framleiddi vinsælt barnaefni til sýninga í Bandaríkjunum.
  • sem framleiddi vettlinga- og stígvélaþurrkara og seldi til Tævan.

þá hefði ég sagt við þann sama.  Þú ert bilaður, - ég nenni ekki að hlusta á svona rugl.

En þetta er veruleikinn og þessi fyrirtæki hafa orðið til hjá snjöllu fagfólki en ekki nefnd pólitíkusa.  Þeirra hlutverk er fyrst og fremst að tryggja stöðugt rekstrarumhverfi og sjá til þess að úr skólum landsins komi vel menntað fólk.


mbl.is Flytja út íslenska tækni til Taívan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Hugvit vel menntaðrar þjóðar er hennar auðlind :)

Kolgrima, 19.2.2007 kl. 23:29

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Sem auðvitað staðfestir að það ber að hlú að sprotafyrirtækjum og hugmyndum. Hversu mörgu höfum við misst af af því að enginn var til í að setja í það peninga á fyrstu stigum. Ég þekki nokkur dæmi þannig að menn verða að þora að setja peninga í sprotafyrirtæki og hlaupa ekki í burtu með skottið á milli lappanna fyrr en dæmið er fullreynt.

Lára Stefánsdóttir, 20.2.2007 kl. 00:15

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála leyfum fólkinu sjálfu að skapa sér atvinnutækifæri.  Það þarf að gefa þeim svigrúm og gott atvinnuumhverfi, og dugnaðarforkar um allt land munu skapa sér slíka aðstöðu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2007 kl. 09:28

4 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

... aðeins að spá í þessu ...

gerður rósa gunnarsdóttir, 20.2.2007 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband