Láttu mig svo hafa frið á jörð fyrir afganginn!

Samkvæmt teljaranum á bloggsíðu Andrésar Magnússonar eru 74 dagar til kosninga.  Ég hafði svo sem rökstuddan grun um að það væri farið að styttast enda fjölmargar vísbendingar á lofti um þau tímamót. 

Landbúnaðarráðherra er búinn að lofa 330 milljónum í reiðhallir og gera samning við sauðfjárbændur um 3,3 milljarða á ári til næstu 6 ára.  Samgönguráðherra hefur lagt fram áætlun sína um 380 milljarða til mannvirkjagerðar næstu árin.  Umhverfisráðherran hefur boðað 50-75% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda (hún hafði að vísu vit á því að miða við árið 2050 svo að nær öruggt má telja að hún verði komin undir græna torfu svo ekkert verði hermt upp á hana).  Þá má ekki gleyma því að menntamálaráðherra smalaði kennurum Háskóla Íslands í hátíðarsal skólans þar sem þeir fylgdust klökkir af gleði þar sem boðuð var 3 milljarða fjárveiting til að efla kennslu og rannsóknarstarf í þeirri stofnun.  Í stuttu máli gæti stefna valdhafanna á síðustu vikum fyrir kosningar heitið, gull og grænir á línuna.

 

Mér segir svo hugur að áður en langur tími líður eigi tárin eftir að skila sér á nýjan leik niður kinnar starfsmanna Háskóla Íslands.  Í það skiptið verður tilefnið ekki gleði.  Ef þið trúið mér ekki þá skuluð þið prófa t.a.m. að spyrja öryrkja og aldraða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og svo má leita eftir milljarði sem átti að fara í fíkniefnavarnir.  Fíkniefnalaust Ísland 200 og svo framvegis.  Þar leynast þarna margar holurnar ef vel er gáð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2007 kl. 19:54

2 identicon

holur ... meira svarthol lyga og loforða

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 20:12

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Svona kosningabrellur og blekkingar sýna ljóslega hvernig þessir ráðhr.lýta á kjósendur.Við erum í þeirra augum auðtrúa flón,sem hægt er að segja hvað sem vera skal.Þessar kosningabrellur hafa skilað þeim árangri að ríkisstjórnarfl.hafa haldið velli í þremur alþingiskosningum.Það er endalaust hægt að blekkja þjóðina af því að aðeins 10-15 % fylgjast með stjórmálum,en samt tekst að láta um og yfir 80% kjósa.Tæpast þjóðarvilji sem kemur upp úr kjörkössunum. 

Kristján Pétursson, 26.2.2007 kl. 20:53

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Er þetta ekki komið upp í vana að kosningaloforði séu svikin? Ég held að fæstir búist orðið við efndum á nokkrum sköpuðum hlut sem lofað er fyrir kosningar.Þetta eru allt svik og prettir hjá stjórnvöldum.

Svava frá Strandbergi , 26.2.2007 kl. 23:18

5 Smámynd: Birna M

Já maður fer ekki varhluta af loforðunum, en ég myndi kannski vilja sjá eitthvað sem meira hald væri í, svona fyrir okkur pöpulæinn, eins og að gera landið að skattaparadís fyrir vinnandi fólk.

Birna M, 26.2.2007 kl. 23:19

6 identicon

Ég flyt úr landi í haust, og ef loforðið um fjárveitingar til HÍ verður brotið þá kem ég aldrei aftur.

Grétar Amazeen (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 01:09

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já en..já en ...já en....hvers vegna í ósköpunumm er fólk að kjósa þetta yfir sig aftur og aftur og aftur. Og segja svo með tárin í augunum þið svikuð og luguð að mér eina ferðina enn! Fantar. Hvað ef allir sitja heima sem eru hættir að trúa orði af þessu bulli. Ef bara 20 prósent þjóðarinnar færi og kysi. Hinir sætu heima sem þögul aðgerð til að lýsa yfir vantrausti á valdhöfum sem hafa gleymt þegnum sínum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 01:25

8 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Það er alveg ótrúlegt hversu vitlaust fólk getur verið. Það er eins og megnið af landanum muni ekki lengra aftur í tímann en svona fjóra fimm mánuði. Þess vegna geta ríkisstjórnir hagað sér eins og svín fyrstu þrjú árin og gera svo eitthvað mjög gott síðustu mánuðina og tryggt sér endurkjör. Og svo er verið að segja að mikið fiskát geri fólk gáfað. Þýðir það að Íslendingar borði minna af fiski en sagt er?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 27.2.2007 kl. 06:27

9 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg er svo hjartanlega sammála þesssu þó eg se svona i henni Poiltik,eg sé þessa vittleisu og vil breita þessu/Loforð og málskrum um þau eru ekki mer að skapi Rauveruleikin er það sem við viljum/en ekki synsdarmnesu á hlutunum/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 27.2.2007 kl. 08:25

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að það standist ekki lýðræðislegan grunn að ríkjandi fulltrúar séu með blankó tékk á þjóðina til að kaupa sér kosningafylgi. Þessu verður að breyta ef við eigum að standa undir nafni, sem lýðveldi og lýðræðisríki. Það er ok að lofa og bulla út í loftið fyrir kosningar en því verður að fylgja rökstuðningur fyrir fjármögnun.  Það að samþykkja og ávísa á framkvæmdir á og verður að bíða fram yfir kosningar.

Þetta er ein ástæðan fyrir einveldi eins eða tveggja flokka, svo áratugum skiptir. Þeir ausa bara úr sjóðum, sem ekki eru þeirra til að tryggja sér áframhaldandi stjórnarsetu. Ekki er stjórnarandstaðan í stakk búinn til þessa og þvi er enginn jöfnuður í þessu.  Þetta þarf djúprar endurskoðunnar við. 

Jón Steinar Ragnarsson, 27.2.2007 kl. 17:49

11 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ef sviknum kosningaloforðum væri safnað saman á bók yrði það eflaust sófaborðabók þess árs þ.e. ef meðalborðið kiknaði ekki undan henni. Hins vegar sagði einhver góður heimspekingur einhvern tíma að hver þjóð fengi þá stjórn sem hún á skilda og við Íslendingar getum sannarlega sjálfum okkur um kennt þegar litið er til núverandi ríkisstjórnar.

Steingerður Steinarsdóttir, 28.2.2007 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband