2.3.2007 | 00:32
Rykfallnir bloggarar
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur tók sig til á sunnudaginn og spáði því að svifryksmengun yrði ofan heilsufarsmarka á mánudaginn. Einar hefur eins og við vitum fengist við veðurspár í mörg ár og það kom því ekki á óvart að þessi spá hans gengi eftir, enda þekkir Einar þau veðurskilyrði sem líkleg eru til að skapa verstu skilyrðin fyrir svifrykið. Mér finnst reyndar að eftirlitsaðilarnir ættu að reyna að koma á samstarfi við Veðurstofuna um að gefa út slíkar viðvaranir fyrirfram. Það hlýtur að vera hið minnsta mál að samkeyra gömul mæligildi og veðurfarsupplýsingar, hafi það ekki verið gert nú þegar. Ég er t.a.m. mjög hissa að engin viðvörun hafi verið gefin út fyrir gamlárskvöld. Ástandið sem var þá var mjög auðvelt að sjá fyrir. En bloggarar sem og aðrir miðlar hafa fjallað mikið um svifrykið eftir að Einar setti fram sína spá sem mælingarnar staðfestu daginn eftir. Ég hef reynt að lesa þessar greinar á Moggablogginu en í þeim kennir margra grasa.
Framsóknarmaðurinn Sveinn Hjörtur lýsir framlagi sínu til minni mengunar með því að aka ónegldur.
Kristinn Pétursson efaðist um réttmæti þess að hvetja til hjólreiða í rykinu. Birna M velti því fyrir sér hvort rykið væri að leggjast á heilsu sína og ætti sök á lasleika sínum. Svanur Guðmundsson skammast út í borgaryfirvöld fyrir að nota ekki sópana meira en raun ber vitni. Þrymur Sveinsson fagnar nýjum græjum til að binda rykið og stefnir á göngutúr í þéttbýlinu áður en langt um líður. En Heimir L. Fjeldsted úffar á tiltækið. Karli Gauta Hjaltasyni er brugðið við þau tíðindi að við skulum þurfa að glíma við slíkan vanda hérlendis. Lára Stefánsdóttir á Akureyri hvetur höfuðborgarbúa til að fylgja fordæmi Akureyringa og gera stórátak í almenningssamgöngum. Eyþór Arnalds telur að útblástur bifreiða hafi óveruleg áhrif og vitnar í skýrslu á vef Vegagerðarinnar máli sínu til stuðnings. Guðrún Birna Kjartansdóttir flýr í húsdýragarðinn. Morten Lange hefur mun meiri áhygggjur af því sem berst út um púströr bílanna heldur en það sem naglarnir rífa upp. Ingibjörg Elsa hafði fyrir skömmu skrifað um áhrif svifryksins á blogginu sínu. Jóhanna Fríða Dalkvist leggur til að það verði frítt í strætó þegar útlit er fyrir svona mengunarpúlsa.
Dofri Hermannsson náði að gera mig spenntan þegar hann lýsti því yfir á bloggsíðu sinni að fulltrúar Samfylkingarinnar hygðust leggja fram tvær tillögur á fundi Umhverfisráðs Reykjavíkur sl. mánudag, önnur var um svifryk og hin um nagladekk. Sama morgun birtist síðan grein eftir Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur í Fréttablaðinu sem ber heitið Nagladekk, svifryk og börn. Mér fannst af grein Þorbjargar Helgu að hún teldi brýnt að aðhafast eitthvað til að draga úr rykmenguninni. Þar sem ég veit að Þorbjörg Helga og Dofri eru bæði fulltrúar í Umhverfisráði Reykjavíkur þá var ég nokkuð bjartsýnn á það að svifrykið hefði lent á dagskrá síðar á mánudaginn og vonaði að samstaða hefði náðst um einhver úrræði. Þau hafa enn ekki náð að slökkva vonarneistann sem kviknaði í brjósti mínu því á mánudagskvöldið upplýsir Dofri á blogginu að vel hafi verið tekið í tillögur Samfylkingarinnar annarri hafi verið frestað en hin fengist samþykkt samhljóða eftir nokkrar umræður og breytingar. Hin samhljóða samþykkt hljóðar svo samkvæmt Dofrabloggi:
Umhverfisráð samþykkir að fela sérfræðingum sínum á umhverfissviði að gera tillögur að frekari aðgerðum til að draga úr svifryksmengun í borginni. Tillögunum verði skilað á sérstökum fundi Umhverfisráðs að viku liðinni.
Svifrykið hefur verið mér hugleikið um nokkra hríð af ýmsum ástæðum. Ég ætla því að leggja slatta af tillögum fram á blogginu mínu um margvíslegar aðgerðir til að draga úr svifryki á höfuðborgarsvæðinu. Öllum tillögunum fylgja athugasemdir um annmarka og þann viðbótarávinning sem fæst með viðkomandi tillögu. Tillögurnar munu birtast hér á næstu dögum. Sumt af því sem þar er að finna eru gamlar og þekktar aðferðir aðrar nýjar og sumt er útfærsla á því sem bloggarar hafa lagt til málanna.
Athugasemdir
góða helgi vinur
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 09:07
Nagladekk í borginni eru bara fyrir kellingar og íhaldsöm gamalmenni........nei grín...eða hvað?
Glanni (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 12:46
Min tillaga er að banna Naggladekkin þrifa göturnar betur og oftar!!!/svo og hafa fritt i Strætisvaggnanana!!!!/Og búa til fleiri miðbæjarkjarna!!!Viðar en í gamla bænum!!!!Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 2.3.2007 kl. 13:44
Ég hef ekið án nagla í 12 ár og aldrei lent í vandræðum.
"No pigs om my decks" eins og norski þáttastjórnandinn sagði við enska popparrann í beinni.
Ár & síð, 2.3.2007 kl. 16:22
Það er bara með þetta utanbæjarpakk sem ekur yfir fjöll og firnindi til að komast í höfuðborgina. Hvað eigum við að gera. Hafa svona skóhlífar sem hægt er að setja yfir dekkinn í borginni. AHA ætli það sé hægt að uppfinna einhverskonar dekkjahlífar sem hægt er að smella utan um nagladekkinn og draga þannig úr eyðingarmætti þeirra?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2007 kl. 16:41
jú þú mælir rett 'A.C Þ.´eldri daga notaði eg bara keðjur þegar eg for norður sem eg gerði mjög oft/Nu eru komin Sokkar!!!!Auðvitað eru holt og hæðir og fjöll,og eg hefi fari það oft,en svona er þetta ekki bæði hafnað og gert/HalliGamli
Haraldur Haraldsson, 2.3.2007 kl. 16:47
Búin að keyra um á loftbóludekkjum síðustu ár og þau svínvirka. Hef m.a. keyrt nokkrum sinnum norður til Akureyrar yfir vetrartímann og það hefur ekki verið neitt mál
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 17:08
Það er leitt að heyra að bloggarar í bænum eru bókstaflega rykfallnir, ég verð ekki svo mikið vör við þetta vandamál hér í Hjaltadalnum. Þetta er mjög þörf umræða og vekur athygli á því hvað umhverfismálin eru víðfeðmur málaflokkur sem snertir daglegt líf okkar á svo margan hátt.
Guðrún Helgadóttir, 2.3.2007 kl. 17:28
Það er leitt að heyra að bloggarar í bænum eru bókstaflega rykfallnir, ég verð ekki svo mikið vör við þetta vandamál hér í Hjaltadalnum. Þetta er mjög þörf umræða og vekur athygli á því hvað umhverfismálin eru víðfeðmur málaflokkur sem snertir daglegt líf okkar á svo margan hátt.
Guðrún Helgadóttir, 2.3.2007 kl. 17:29
Jamm Halli minn, ég sé ekki fyrir mér að ég vilji aka Ennishálsinn í hálku, eða aðra fjallvegi hér vestra yfir vetrartímann. En ef til vill finnur Sigurður Ásbjörnsson bara upp svona dekkjahlífar. Hann er fullur af góðum hugmyndum, sem menn ættu að lesa og skoða vel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2007 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.