5.3.2007 | 17:31
Burt meš rykiš - tillögur 2 & 3
Viš endurnżjun allra stofnbrauta į höfušborgarsvęšinu verši žeim breytt žannig aš ķ kverkinni žar sem gata og kantur mętast verši settar samfelldar rennur eša stokkar meš sterkum ristum yfir. Rennurnar vęru um 20 cm breišar og įlķka djśpar og yršu alveg samfelldar og nišurfall frį žeim yršu tengd viš ofanvatnskerfi borgarinnar lķkt og nś er meš nokkra tuga metra millibili. Mestur hluti ryksins į götunni myndi skolast nišur ķ staš žess aš safnast ķ kverkina milli götu og gangstéttarbrśnar.
Višbótarįvinningur: Göturnar myndu meš aušveldari hętti losa sig viš vatn en žaš dregur śr sliti į žeim. Ekki sķst žegar asahlįka er meš tilheyrandi tjörnum į götunum. Žess utan vęri mun aušveldara aš smśla göturnar meš hreinu eša söltu vatni, žar sem žaš rynni greišlega nišur ķ stokkana og eftir žeim ķ nišurföllin. Naušsynlegt er aš žvo göturnar meš vatni til aš losna viš fķnasta rykiš.
Annmarkar: Žetta er vitaskuld dżrt og tķmafrekt. Ég hef hins vegar ekki reynt aš slį į kostnašinn žar sem ég hef ekki forsendur til žess. Žess utan žarf aš hanna rennurnar meš žeim hętti aš unnt verši aš hreinsa śr žeim į nokkra įra fresti žann sand og ryk sem safnast fyrir ķ žeim.
Tillaga nr. 3 Žvottur gatna
Götur meš kverkrennum yršu žvegnar žegar ašal svifrykstķminn er, ž.e. yfir köldustu og dimmustu vetrarmįnušina. Hitafar réši žvķ hvort eingöngu yrši notast viš hreint vatn eša saltpękil meš natrķum-, kalsķum- eša magnesķumklórķši eins og nś er veriš aš reyna.
Višbótarįvinningur: Hreinni bķlar.
Annmarkar: Ekkert er ókeypis. Athuga žarf hvort pęklarnir hafi einhver įhrif į ryšmyndun eša tęringu bķla umfram žaš sem nś er. Ég vil samt benda į aš žaš er misskilningur aš žaš sé samhengi į milli saltstyrks ķ svifryki og saltnotkunar viš hįlkuvarnir.
Athugasemdir
athyglisverš hugmynd hjį žér og žyrfti ekkert aš vera svo dżr mišaš viš įvinningin
Glanni (IP-tala skrįš) 5.3.2007 kl. 19:00
jį tillaga 2 er frįbęr...svo veršur aš setja strangar reglur um nagladekk!
Žau eru reyndar óžörf ķ RVK. Ég fer allra minna ferša į höfušborgarsvęšinu į heilsįrsdekkjum į Twingó!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.3.2007 kl. 20:37
Tillaga nr. 4: Stóraukin trjįrękt nįlęgt umferšaręšum, en sķgręn barrtré virka sem afar ódżrar og skilvirkar sķur į svifryk.
Vésteinn (IP-tala skrįš) 5.3.2007 kl. 22:31
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.