Burt með rykið - 4. tillaga

Mengunarbótareglan

 

Hver sá sem ekur á negldum dekkjum þarf að greiða fyrir það kr. 2.000 á mánuði.  Þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins munu eiga þess kost að kaupa sér dagmiða á 100 kr.  Við sem þurfum að greiða fúlgur fjár fyrir asmalyf vegna mengunar eigum ekki að þurfa að borga þennan fórnarkostnað.  Mengunarbótarreglan leggur greiðsluskylduna á þann sem mengar.

 

Viðbótarávinningur:  Sveitarfélögin fá upp í þann kostnað sem endurnýjun malbiksins kostar þau (í Reykjavík nemur slitið á götunum fleiri þúsund tonnum á ári).  En gjaldtakan mun jafnframt draga úr notkun nagladekkja þar sem margir munu alfarið láta af henni en þeir sem telja sig nauðsynlega þurfa að nota nagla greiða fyrir hið aukna slit á götunum sem negldir valda umfram óneglda.  Naglþenkjandi munu draga það í lengstu lög að skipta á haustin en væntanlega vera sneggri að sumra bílinn á vorinn.

 Annmarkar:  Líklega þarf að skoða lagaheimild til slíkrar gjaldtöku (og einnig viðurlögum við óhlýðni) og sennilega verða sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að hafa með sér samráð um slíka ráðstöfun.  Bíleigendur kvarta sáran yfir margvíslegri gjaldtöku og skattheimtu og munu margir taka þessu gjaldi illa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Muntu þá hætta að þurfa að kaupa Astmalyf, ef allir hætta að aka um á nöglum (loftbóludekk) meðtalin, salt hætta að leysa upp malbikið, og þeir sem þurfa yfir heiðar með berum klaka gætu þá hóað í þig til að sandbera svo þeir geti komist á milli fjarða og eiga yfir heiðarvega að fara (sem oft er ekkert nema klaki) svo þeir lendi nú ekki í vandræðum?

Hvernig stendur á því að götur sem aldrei eru saltbornar, samt ekið á nagladekkjum á þeim slittna minna?

Hef nefnilega grun um að pækillinn sem myndast á götunum og nagladekkin hjálpist að þ.e.a.s. saltausturinn á göturnar auðveldar nagladekkjunum að rífa upp malbikið. (malbikið sem sett er á göturnar núna er mikklu lélegra en það var fyrir nokkrum árum....það er bara bissniss í þvi). Ekki allt saltinu og nöglunum að kenna.

SverrirE (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 01:15

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ég er alveg sammála þér Sigurður að gjald á nagladekk þarf að koma til sögu og það eins og skot, og nokkuð sama hvort gjaldið yrði 500 kr eða 2000 á mánuði , um leið myndi snardraga úr notkun.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.3.2007 kl. 01:17

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Kannski ekki upphæðin sem skiptir máli, heldur að senda reikninginn í hverjum mánuði og þurfa að hafa fyrir því að borga.

Fátt er líka leiðinlegra en keyra um á höfuðborgarsvæðinu.

Annars var ég á Íslandi um daginn og það er nú ekkert mál að nota strætó og fínt að lesa blöðin í stað þess að vera að glápa á akreinalínurnar eða bremsuljósin. Hann fer flestra leiða en mættu vera fleiri og ekki svona helvíti dýrt í þá. Ein ferð kostar 280 KR. Hér í New York kostar strætó/lestarferð $2.00, sem jafngilda um 135 KR. Hvort tveggja er ódýrara ef keypt er í magni eða tímakort.

Held að bílum fylgi stress sem fáir viðurkenna, án þess ég sé neitt að segja bíla óþarfa eða þannig. En það er allsk mengun af bílum, og líka svifryk af ónegldum bílum. Enda má spyrja; Hvað eiginlega varð um mynstrið á hjólbarðanum?

Ólafur Þórðarson, 6.3.2007 kl. 02:40

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Hér í Minnesota hefur hefur notkun nagladekkja verið bönnuð frá árinu 1972 þrátt fyrir snjóþunga og kalda vetur.  Nagladekkin gera reyndar lítið gagn nema þegar hitastigið er nálægt 0 gráðunum, en þegar vegurinn er blautur er hemlunarvegalengdin reyndar lengri á negldum dekkjum en venjulegum.  Hér keyra menn bara um á góðum heilsársdekkjum eða setja undir dekk með grófara mynstri á veturna og virðist það duga flestum. 

24 fylki í Bandaríkjunum leyfa ennþá notkun nagladekkja, með mismiklum höftum þó.  Á þessari vefsíðu samgönguráðuneytis Washington fylkis er að fynna ágæta samantekt http://www.wsdot.wa.gov/winter/studtire.htm  og hér er líka áhugaverð skýrsla frá þeim um skemmdir á malbiki vegna negldra hjólbarða http://www.wsdot.wa.gov/biz/mats/pavement/PavementsStuddedTiresFinalv2.pdf

Róbert Björnsson, 6.3.2007 kl. 03:55

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mér finnst greinin þín vekja mann til umhugsunar í þessu efni. Hver lausnin á að vera þarf hins vegar aðeins lengri umhugsun.

Haukur Nikulásson, 6.3.2007 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband