Burt með rykið - 5. tillaga

Vorhreingerningin

Öllum stofnunum og fyrirtækjum verði skylt að þrífa lóðir sínar á hverju vori (fyrir 1. júní) og huga sérstaklega að og uppræta hvað það sem kann að verða uppspretta ryks.  Fyrirtæki og stofnanir eru almennt dugleg að hreinsa snjó af bílastæðum og gangstéttum nokkrum sinnum á hverjum vetri og því er það varla stórmál að senda mannskapinn út með strákústa eða leigja götusóp til að vinna verkið.  Það er fáránlegt að horfa upp á sömu sandskaflana í áraraðir inn á lóðum fyrirtækja án þess að nokkur lyfti litlafingri til að fjarlægja þá.

Viðbótarávinningur:  Hið augljósa er, að allt umhverfi fyrirtækja og stofnana verður fallegra og rykuppsprettum fækkar.

Annmarkar:  Ríkið og sveitarfélögin verða að sýna frumkvæði en ef hvatning dugar ekki til að hreyfa við fyrirtækjum þá er vandséð að lagaheimildir til afskipta séu fyrir hendi.  Þetta gæti einnig kostað eftirlit.  E.t.v. er nauðsynlegt fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að setja um þetta sérstakar samþykktir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.3.2007 kl. 18:54

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg verð að segja að Borgarstjórnin okkar á að skoða þetta allt saman no 1-2-3-4-5- /Aður en öll þessi stokkavittleisa verður framkvæmt!!!Hall Gamli

Haraldur Haraldsson, 7.3.2007 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband