Ekki greiða Íslandi atkvæði!

Þessi færsla er ekki um Eurovision söngvakeppnina.  Heldur þá hégómlegu ákvörðun íslenskra stjórnvalda að sækja um inngöngu í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.

 

Ég hef verið eindregin talsmaður samstarfs og samvinnu ríkja heimsins á sem flestum sviðum og tel að ýmsar alþjóðlegar samþykktir séu ekki hvað síst mikilvægar fyrir fámenn ríki á borð við Ísland.  Jafnframt tel ég að Íslendingar hafi ýmistlegt fram að færa á meðal þjóða heimsins.  Við skulum ekki gleyma því að okkur hefur verið treyst fyrir alþjóðlegum verkefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna.  Nægir þar að nefna að tvær deildir Háskóla S.þ. eru starfræktar á Íslandi, Jarðhitaskólinn og Sjávarútvegsskólinn.

 

Öryggisráðið er hins vegar allt annar vettvangur heldur en sérfræðikennsla og þróunaraðstoð.  Mér finnst eiginlega að þeir sem fái sæti í öryggisráðinu þurfi að hafa sýnt fram á að þeir hafi eitthvað til málanna að leggja, t.d. að þeir eigi sér sögu um sjálfstæða utanríkisstefnu.  Því er ekki til að dreifa hjá okkur.  Íslensk utanríkisstefna hefur aldrei falist í neinu öðru en því að við höfum hagað okkur sem klappstýra bandarískra stjórnvalda og stutt þau án þess að hugleiða afleiðingar tiltækja þeirra.  Á þessu er ein undantekning, ekki má gleyma því að Jón Baldvin Hannibalsson sýndi, í sinni tíð sem utanríkisráðherra, gríðarlegt frumkvæði með stuðningi sínum við sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.  Að því slepptu hefur ekki verið til sjálfstæð íslensk utanríkisstefna.  Ég tel því afar brýnt að Íslendingar taki ekki sæti í öryggisráðinu.  Heimsbyggðin þarf ekki á því að halda að þeir sem sæti eiga í öryggisráðinu styðji gagnrýnslaust hver þau heimskupör sem bandarískum stjórnvöldum kemur til hugar. 

 

Á síðustu árum hafa íslensk stjórnvöld tekið upp stjórnmálasamband við fjölmörg smáríki.  Ég hef talið mig sæmilega að mér í landafræði en ég verð að játa að ég þurfti að grípa fram Times Atlasinn til þess að finna hvar í veröldinni marga hinna nýfengnu vini okkar væri að finna.  Á vef utanríkisráðuneytisins er að finna lista yfir 98 ríki sem Ísland hefur tekið upp stjórnmálasamband við eftir árið 1990.  Ég hef ekkert á móti því að Íslendingar líkt og aðrar þjóðir hafi með sér samstarf og samband.  En hin nýja vinsemd sem utanríkisráðuneytið hefur sýnt löndum, einkum smáríkjum, vítt og breytt um jarðarkringluna er vitaskuld ekki til komin vegna þess að stefnt sé að heimsmeti í stubbaknúsi. 

 

Hér að neðan er listi yfir þau ríki sem Ísland hefur tekið upp stjórnmálasamband við eftir árið 1990.  Í síðari dálkinum er ártalið þegar sambandið var tekið upp.  Þeir sem eru leiðir á netinu en fróðleiksfúsir ættu að ná í landabréfabók og reyna að finna löndin.

 

Þegar kemur að vali á fulltrúum í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er bón mín til hinna nýju vinaríkja einföld:

            Please, dont vote for Iceland! 
Afganistan

 

17.3.2004

Antígva og Barbúda11.3.2004
Armenía15.5.1997
Aserbaídsjan27.2.1998
Austur-Tímor4.12.2003
Belís
7.7.2004
Benín23.2.2005
Bosnía og Hersegóvína8.5.1996
Bólivía17.9.2004
Brúnei Darússalam27.4.2006
Búrkína Fasó23.10.2001
Búrúndí14.12.2006
Djíbútí
19.7.2005
Dóminíka29.6.2004
Dóminíska lýðveldið
23.6.2003
Eistland26.8.1991
Ekvador11.12.2003
El Salvador25.10.2000
Erítrea6.10.2004
Filippseyjar24.2.1999
Fílabeinsströndin14.10.2005
Gabon
27.5.2005
Gambía11.5.2004
Georgía21.9.1992
Gínea14.5.2004
Gínea-Bissá24.9.2004
Gvatemala5.8.1993
Gvæana10.3.2005
Haiti18.11.2005
Hondúras15.9.2004
Hvíta-Rússland25.5.2001
Jamaíka
24.5.2000
Jórdanía1990
Kambodía
19.6.2003
Kasakstan14.5.2004
Katar24.1.2002
Kirgisía2.4.2001
Kíribatí15.9.2005
Kongó15.12.2004
Kostaríka10.1.1997
Kómoraeyjar29.10.2004
Króatía30.6.1992
Kúveit26.4.1996
Laos
2.9.2004
Lettland26.8.1991
Liechtenstein1992
Litháen26.08..1991
Líbería28.11.2006
Líbía15.3.2004
Madagaskar
21.9.2006
Makedónía29.12.1993
Malasía1999
Malaví14.8.1998
Maldíveyjar30.1.1990
Malí23.7.2004
Malta3.7.1998
Marshalleyjar25.1.1993
Máritanía6.10.2004
Máritíus15.12.2003
Miðbaugs-Gínea10.9.2004
Míkrónesía27.9.2004
Moldóva1.6.1994
Mósambík5.3.1997
Namibía
10.12.1990
Narú17.2.2004
Óman26.2.1992
Palá
6.10.2004
Panama4.6.1999
Papúa Nýja Gínea
12.8.2004
Paragvæ17.3.2004
Rúanda12.5.2004
Sambía
23.7.2004
Sameinuðu arabísku furstadæmin17.9.2003
Samóa15.10.2004
Sankti Kristófer og Nevis5.5.2004
Sankti Lúsía17.5.2006
Sankti Vinsent og Grenadíneyjar27.5.2004
Senegal7.4.2004
Seychelleseyjar8.11.1990
Singapúr4.5.1999
Síerra Leóne13.11.2006
Slóvenía24.2.1992
Suður-Afríka31.5.1994
Súdan13.6.2003
Súrinam9.11.2004
Svartfjallaland26.9.2006
Svasíland3.12.1993
Sýrland6.5.2004
Tadsjikistan
14.2.2006
Tógó19.11.2004
Tsjad14.4.2004
Túrkmenistan13.2.1997
Túvalú26.7.2005
Úganda
2000
Úkraína30.3.1992
Úrúgvæ18.6.1991
Úsbekistan25.9.1997
Vanúatú27.9.2004
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt jákvætt við framboðið er að það hefur hvatt stjórnvöld til dáða í þróunarsamvinnu vitandi að þetta er einn þáttur sem þróunarríki munu líta til þegar atkvæði eru greidd. Það er a.m.k. jákvætt ef maður er þeirrar skoðunar að ríkt ríki eins og Ísland eigi að leggja eitthvað af mörkum í þeim efnum. Svo er auðvitað hugsanlegt að það myndi skerpa á því að Íslandi myndaði sjálfstæðari utanríkisstefnu ef þessi ábyrgð yrði skyndilega komin á okkar herðar að sitja í Öryggisráðinu. Bara svona pæling - ég vona a.m.k. að það yrði niðurstaðan ef við komust inn. Skammaðist mín mikið fyrir landið mitt á sínum tíma þegar það var á lista hinna "staðföstu þjóða" og hefði skammast mín enn meira ef Ísland hefði setið í Öryggisráðinu við þær aðstæður

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 22:38

2 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

5 lönd sem ég hef barasta aldrei heyrt um, hvað þá að maður geti giskað á hvar í veröldinni þau eru.

Ég er hissa á Valgerði að hún skuli ekki vera búin að taka upp stjórnmálasamband við Konungsríkið Bhutan! Þar búa tæplega 2,3 milljónir manna og við eigum í stjórnmálasamband við öll aðliggjandi ríki. Að vísu er hagkerfi þeirra fimmfalt smærra en okkar og við yrðum sennilegast að senda frímerki með ef við ætluðum að fá svar við "beiðni um stjórnmálasamband". En samt ríki sem við eigum ekki í stjórnmálasambandi við.

Júlíus Sigurþórsson, 6.3.2007 kl. 22:55

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg er sko þer sammál við höfum ekkert að gera við að komast i þetta bara kostnaður og snobb/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 7.3.2007 kl. 00:13

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sammála.

Svava frá Strandbergi , 7.3.2007 kl. 00:19

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sem langvarandi leppríki bandaríkjanna eigum við ekkert erindi þarna. Hér er verið að setja hundruð milljóna í kostnað sem er bara lítill hluti af gegndarlausri sóun núverandi stjórnar. Seta í öryggisráðinu er ekkert nema kostnaður ef svo ólíklega færi að leppsmáríkið Ísland yrði kosi þarna inn.

Haukur Nikulásson, 7.3.2007 kl. 08:26

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála öllum hér, við höfum ekkert að gera með þetta Öryggisráð.  Peningunum okkar væri betur varið í eitthvað þarfara. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2007 kl. 16:03

7 identicon

Er eitthvað verra að Ísland fari þarna inn sem leppríki en eitthvað annað land?

Gulli (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 16:04

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Eitt verður þú að athuga.....Króatía gæti hugsanlega stutt Ísland í hverju sem er...vegna þakklætis!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.3.2007 kl. 21:36

9 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Við verðum að vaxa uppúr minnimáttarkenndinni vegna Íraks. "Þátttaka" okkar í

því gaf okkur reynslu, sem mun nýtast okkur vel við störf í ráðinu, nema hvað ?

Við þurfum bara að vona, að næsta ríkisstjórn okkar skipi konu sem sendiherra

við Öryggisráð S.Þ. Næsti forseti Bandaríkjanna verður kona, Hillary Clinton, spái

ég, og við eigum fullt af frambærilegum og fallegum konum, sem ólmar vilja búa

í NEW  YORK.  Með góðri kveðju, KPG

Kristján P. Gudmundsson, 9.3.2007 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband