Óvenjuleg sýn á Mið-Austurlönd vestanhafs

Það eru hrein undur og stórmerki hvað sumum mönnum fer það vel að bera titilinn fyrrverandi.  Ég veit ekki hverju það sætir en sumir sýna sínar bestu hliðar þegar þeir hafa látið af mikilvægum embættum.  Gárungarnir myndu sjálfsagt segja að þetta væru seinþroska einstaklingar en ég er ekki á sama máli.  Ég tel fremur að þeir sem blómstra áberandi seint eftir að hafa gegnt viðamiklum embættum séu fremur manískir í eðli sínu.  A.m.k. finnst mér það gilda um fyrrum Bandaríkjaforseta, Jimmy Carter, sem virkaði ekki sannfærandi á meðan hann gegndi embætti. 

Því miður er lítils að vænta af ástandi mála fyrir botni Miðjarðarhafs þegar einu gildir hvort húsbóndinn í Hvíta húsinu er Repúblikani eða Demókrati.  Stuðningur Bandaríkjanna við Ísrael gengur út yfir gröf og dauða og í þeim efnum hegða Bandaríkin sér ver gagnvart Ísrael heldur en Íslensk stjórnvöld í stuðningi sínum við utanríkisstefnu Bandaríkjamanna.  Hélt ég þó að Íslensk utanríkisstefna væri neðst í tossabekknum.


mbl.is Mótmæli gegn Jimmy Carter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jimmy Carter er, hefur alltaf verið og verður alltaf jarðhnetuheili, saman ber Íran klúðrið hans.

grímnir (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 21:49

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Vandamál Bandaríkjamanna er ótrúleg einfeldni og þröngsýni.  Einfeldnin fellst í því að halda að heimurinn sé í þakkarskuld við þá fyrir að vilja sífellt bjarga honum (óumbeðið) og þröngsýnin fellst í því að fyrst að þeim finnst hugmyndin góð, þá hljóti öllum öðrum að finnast hún góð (sem er sjaldnast).

Jimmy Carter var fyrstur Bandaríkjaforseta til að reyna að fá Ísraela til að virða mannréttindi Palestínumanna.  Það gerði hann með Camp Davis samkomulaginu nitjánhundruð áttatíu og eitthvað.  Því miður var hann ekki nógu lengi við völd til að klára málið.  Þá tók Ronny hinn skagfirski við og allt féll í gamla góða farið.  Það er rangt hjá þér að Jimmy Carter hafi ekki virkað sannfærandi gagnvart utanríkismálum.  Það voru innanríkismál sem felldu hann.  Mér finnst bara tími til kominn að einhver mikilsmetinn einstaklingur í Bandaríkjunum segi það sem flestir í Evrópu hugsa.  Það gengur ekki lengur að Ísraelar komi fram við Palestínumenn sem óæðri einstaklinga.  Þeir eiga sín mannréttindi.  Þeir eiga rétt á að nýta eigur sínar.  Þeir eiga rétt á að afla sér tekna og sjá sjálfum sér og fjölskyldu farborða.  Samskipti Vesturlanda og hins Íslamska heims munu ekki byrja að batna fyrr en búið er að tryggja íbúum Palestínu sömu réttindi og íbúum Ísrael. 

Marinó G. Njálsson, 8.3.2007 kl. 22:02

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Carter kemur á óvart..gott hjá honum, hann er hugrakkur sem er ekki hægt að segja um marga ameríkana!

...enda viðbrögðin eftir því...ekki beint málefnaleg? 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.3.2007 kl. 22:16

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Jimmi Carter er vanmetinn snillingur.  Mæli með bókinni hans "Our Endangered Values:  America´s Moral Crisis"

Róbert Björnsson, 9.3.2007 kl. 00:25

5 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Algjörlega sammála þér,

Tómas Þóroddsson, 9.3.2007 kl. 01:15

6 identicon

Jimmy Carter vor vonlaust forseti að mörgu leyti og frekar væminn.  Innanríkismálin voru nokkurn veginn í lagi, en í utanríkismálum var hann vonlaus sbr. hvernig hann lét klerkana í Íran rassskella sig og Bandaríkin þar í landi með sendiráðs- og gíslatökunni.

Örn Jónasson (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 10:50

7 identicon

Ég tel, að þátttaka okkar í Íraksstríðinu, sé sá eiginleiki okkar, Íslendinga, sem gerir okkur hæfari öðrum smáþjóðum til setu í Öryggisráði hinna Sameinuðu Þjóða. Veikleiki okkar er sá, að við höfum ætíð verið lélegir vopnasmiðir. Útrásarmenn okkar verða fljótir að ráða bót á því.

Næsta ríkisstjórn ætti að ráða hæfa konu sem sendiherra okkar hjá S.Þ., vegna þess að næsti forseti Bandaríkjanna verður kona, Hillary Clinton, sem er kunn fyrir baráttu sína á heimsvísu fyrir auknum réttindum kvenna. Frú Hillary á marga kunningja hér á landi, t.d. frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands.Sem sagt, við þurfum hvorki að hafa minnimáttarkennd út af smæð okkar né "þátttöku" okkar í Írasksstríðinu.  Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 16:02

8 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Vil benda Carter böðlunum hér að ofan á að Íran klúðrið svokallaða er varla hægt að kenna Carter um. Reagan var á bak við tjöldin búinn að semja við Írani um að draga málið á langinn fram yfir kosningar sem hann vann og launaði þeim greiðann með vænum vopnasendingum.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 9.3.2007 kl. 17:25

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sammála Marinó G. Njálssyni.

Svava frá Strandbergi , 9.3.2007 kl. 19:17

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hver er KPG?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.3.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband