21.3.2007 | 20:10
Steinar og Jónar - hæfi og hæfni
Hvernig ætli það sé að vera kominn á toppinn? Besti vinur manns er búinn að redda vinnu í Hæstarétti. Hvernig launar maður slíkt?
Hvernig ætli sé að uppgötva það þegar maður hefur verið með sama lögmanninn um nokkurt skeið að hann er farinn að sækja mál gegn sambýlismanni þínum? Hvernig ætli það sé að uppgötva það að lögmaðurinn sinn sé farinn að sækja mál gegn fyrirtækinu sem maður á nokkurn hlut í?
Hvernig ætli það sé að vera öryrki og þurfa að leita réttar síns fyrir Hæstarétti og sá sem á að dæma tók þátt í að semja lögin sem skertu bótaréttinn?
Hvernig ætli það sé að þurfa að leita réttar síns fyrir Hæstarétti og hafa átt í hörðum pólitískum deilum við besta vin eins dómarans, teljandi að dómarinn sé í skuld við vininn? Ekki síst þar sem dómarinn hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Flokkinn.
Hvernig ætli það sé að leita réttar síns fyrir Hæstarétti eftir að hafa verið nemandi í Versló og hafa horft á svívirðingar frá einum af hæstaréttardómurunum til skólastjórans innrammaðar á vegg um nokkra ára skeið?
Hvernig ætli það sé að vera natinn dómari við Hæstarétt og þurfa með reglubundnum hætti að hlýða á einn af meðdómurunum þurfa að skýra í fjölmiðlum aðkomu sína að málum sem rekin eru fyrir dómstólum? Hvernig ætli það sé að vera dómari við Hæstarétt og þurfa í hvert skipti þegar dómarar skipta með sér verkum að þurfa að óttast um vanhæfi eins úr hópnum þar sem hann hefur verið óragur við að tjá sig með tveimur hrútshornum um menn og málefni út um allar koppagrundir? Hvernig ætli það sé að dæma við Hæstarétt vitandi að sá sem leitar réttar síns í dómssal er tortrygginn á að hann fái réttláta málsmeðferð vegna þess að einn dómarinn hefur alla tíð verið einn af umdeildustu mönnunum í íslensku samfélagi?
Þegar stórt er smurt, - þá þarf mikið smjör!
Athugasemdir
Svarið við öllu; ÖRUGGLEGA HRIKALEGT!
halkatla, 21.3.2007 kl. 20:20
Ég held að flesir hugsandi menn hafi gert sér grein fyrir að þessi tiltekni hæstarréttardómari var vanhæfur eða myndi vera vanhæfur í mörgum málum vegna blaðurs og greinaskrifa. En þegar maður er besti vinur aðal... þá skiptir það ekki máli.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2007 kl. 20:21
Fín samantekt hjá þér á mörgum atriðum sem fá mann til að velta enn meira vöngum um þennan mann og þá sérkennilegu stöðu sem hann er oft í, eins og það hafi nú ekki verið nægur efi hjá manni fyrir! Miðað við hvað hann verður enn opinberlega uppstökkur kæmi mér ekki á óvart að undir honum færi að hitna.
Jón Þór Bjarnason, 21.3.2007 kl. 21:47
Eg verða aðsegja það sama og Jón Þ. B.að það hlitur að fara að hitna undir honum ,leiðinkegt þetta, er annars mjög skemmtilegur karekter/ HallI gamli
Haraldur Haraldsson, 21.3.2007 kl. 22:36
Hrikalega góð færsla/punktur hjá þér
Heiða Þórðar, 21.3.2007 kl. 22:48
ef þér bíðst spillingingin, ok.....en láttu okkur hin vita
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.3.2007 kl. 23:19
Glæsileg samantekt.
Tómas Þóroddsson, 21.3.2007 kl. 23:48
Góðir punktar
Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.3.2007 kl. 06:07
Frábær færsla og síðasta línan óborganleg.
Eggert Hjelm Herbertsson, 22.3.2007 kl. 09:32
Verðum við ekki að vona, að lögum um skipan dómara verði breytt á þann veg,
að ráðherra hafi ekki alfrjálsar hendur við skipan dómara. Með kveðju, KPG
Kristján P. Gudmundsson, 22.3.2007 kl. 13:09
Já mikið smjör þarf núna en spurning hvort það dugi í þetta skiptið. Sýnist hæstaréttardómarinn vera kominn fram á ystu nöf.
Katrín, 22.3.2007 kl. 19:56
Þetta er afar góð og vekjandi færsla og getur ekki annað en hreyft við hugsunum fólks um þessa hluti, hvar í flokki sem menn standa.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.3.2007 kl. 22:41
Flösku Jón, Dabbi djús, Bjössi bomba, pappa Sólveg, broskallinn, Álgerður og Geiri graði bera ábyrgð á þessu rugli. X-D ég meina B.
Björn Heiðdal, 24.3.2007 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.