og iðrunin gengur vel...

Iðrunaráform sunnlenskra Sjálfstæðismanna (operation ISS) virðist ganga bærilega.  Góðkunni gítarleikarinn og brekkusöngvarinn frá Heimaey er á fullu eftir því sem best er vitað.  Þeim sem ástunda iðrun er reyndar nokkur vorkunn þar sem iðrunarferlinu virðist ekki ljúka með prófgráðu og útskrift eins og svo margt annað í tilverunni.  Það er því enginn furða að þeir sem hafa verið í þessu ferli um hríð spyrji endrum og sinnum sem svo:  Ég vona að ég hafi iðrast nóg.  Þetta voru nú bara tæknileg mistök.

Annar tónelskur trúbróðir þess heimaeyska, Todmobilaði Túborgarinn, þurfti af kunnum ástæðum að lappa nokkuð upp á líf sitt eftir að hafa skrikað bensínfótur.  Túborgarinn virðist ekki vera í vandkvæðum með að átta sig á því hvar hann er staddur í iðrunarferlinu.  Hann virðist fulliðraður og er augljóst hann hefur lagst í lærdóm.  Leikreglur samfélagsins eru honum greinilega ofarlega í huga og hann er því farinn að lesa lög.  Ekki svo að skilja að hann sé á nýjan leik lagstur yfir gömlu nótnaheftin heldur er það prentmálið frá Alþingi sem á hug hans allan.  Hann hefur því rekið augun í það að Spaugstofan hefur innanborðs eintómt glæpagengi sem hreinlega kann sig ekki.

Sá sem hér skrifar fagnar því að búa í samfélagi þar sem flestir fá viðfangsefni við hæfi.  Svo virðist sem Túborgarinn hafi fundið sinn sess í tilverunni.  Nú skal vakað yfir hverjum þeim lögbrotum sem fyrir augu ber og upplýsa þau fyrir alþjóð.

Batnandi manni er best að lifa ...... eða hvað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Skemmtilega samsettur og vel beittur pistill hjá þér um þá Tæknilega Todmó-biluðu tón- og trúbræður í Túborgareyjum.

Jón Þór Bjarnason, 26.3.2007 kl. 21:05

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Og aumur ég sem hélt að þetta væri nýji sjallaflokkurinn...viðurkenni að ég gleymdi Túborgaranum.

Sverrir Einarsson, 26.3.2007 kl. 21:24

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já margt er manna bölið og misjafnt drukkið ölið!!!En þvi er ekki fyrir að fara hjá öllum sem iðrast,en eg geru það!!Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 26.3.2007 kl. 21:28

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Hahaha...frábær pistill! 

Róbert Björnsson, 26.3.2007 kl. 21:39

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Veistu það ....ég hef þau "forréttindi" að hafa lifa í 2 heimum Evrópu. Þeirri frjálsu...Íslandi og þeirri Kommunísku ...Króatíu sem var þá hluti af 6 þjóða Jugoslaviu!.... Allavega veit ég að ef Eyþor Arnalds hefði keyrt drukkin á ljósastaur Í KOMMUNISTARÍKI, hefði ENGINN FRÉTT AF ÞVÍ

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.3.2007 kl. 22:14

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þú ert brilljant Sigurður he he he.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.3.2007 kl. 00:35

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er frábært innlegg á eftir umræðum á netinu í gær og sérstaklega í dag. Það verður hinsvegar að skoða þetta framlag Eyþórs og nokkurra annara í því ljósi að þeir þekkja leiðina að álhjarta stuttbuxnaliðsins í flokknum sínum og einhverra hluta vegna (sennilega textans) brást stóriðjuarmur stuttbuxnaliðsins afar illa við þætti Spaugstofunnar strax að loknum flutningi og kannski verður að virða þeim það til vorkunar, textinn er beittur....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.3.2007 kl. 01:14

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er Kristinn Björnsson og jafnvel Sigurður Kári ekki með í þessum samtökum ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2007 kl. 08:51

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ÚBBS gleymdi fyrrum félaga mínum Gunnari Örlygssyni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2007 kl. 08:52

10 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Klárlega, ég mundi segja ómissandi partur.......

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.3.2007 kl. 18:16

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Snilldarpistill!

Heiða Þórðar, 27.3.2007 kl. 22:04

12 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Góður!  Þeir eru sem sagt mislitir sauðirnir í hjörðinni.

Sveinn Ingi Lýðsson, 27.3.2007 kl. 22:28

13 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þessi pistill var góður hjá þér eins og margir fleiri.Skrambi er kallinn seigur engu að síður, þrátt fyrir öll axarsköftin, sem eftir hann liggja út og suður. Hann hefur þá bjargföstu trú, að Alþingi komist ekki af án hans nærveru í bráð og lengd.Verður hann að ósk sinni. Sagt er, að trúin flytji fjöll og ég vil bæta við, hvort trúin grafi göng. Þetta er allt með ólíkindum, en Eyjamenn mega eiga það, að þeir eru fjandanum þrautseigari. Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 28.3.2007 kl. 10:49

14 identicon

Það er rétt að menn viti að höfundur´´ Ó Guð vors Lands´´ ( Þjóðsöngsins) er 

 séra Matthías Jochumsson prestur ( einu sinni í Odda á Rangárvöllum ).Hann er

forfaðir ( langalangaafi ) Eyþórs Arnalds.Kannski rennur honum bara blóðið til skyldunnar.Árni er auðvitað textahöfundur eins og séra Matthías og lagahöfundur

eins og Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld í Edinborg. 

billi billason (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband