17.4.2007 | 22:26
Þjóðhátíð sunnlenskra Sjálfstæðismanna
Það hlýtur að ríkja dúndrandi gleði meðal sunnlenskra Sjálfstæðismanna um þessar mundir. Fylgið í 40 % og allir í stuði. Sum okkar vita ekki hvort þessar vinsældir séu vegna eða þrátt fyrir Árna Johnsen. En það hlýtur að vera Sjálfstæðismönnum gleðilegiefni að vera búnir að endurheimta Árna í þingflokkinn. Þegar Sólveig Péturs hverfur af vettvangi stjórnmálanna þá vantar tilfinnanlega einhvern með svipaða siðferðiskennd til að fylla skarðið.
Annars er það stórfurðulegt hvursu afleitur gítarleikari Árni Johnsen er. Ekki síst í ljósi þess hvað hann er með langa fingur!
Athugasemdir
Já sunnlendingar eru ótrúlega ánægðir með hann.
Tómas Þóroddsson, 17.4.2007 kl. 23:52
Árni Johns hefur ýmislegt sér til málsbóta. Hann er t.d. mjög duglegur og fylginn sér.
Varðandi meintan óheiðarleika Árna, hef ég fyrir satt, að hann steli einungis því sem honum er treyst fyrir. Einstaka manni finnst þetta ekki vera kostur og jafnvel slæmur galli fyrir mann sem býður sig fram til almannaþjónustu og er ég þar á meðal. Sjálfstæðismönnum á Suðurlandi finnst þetta þó greinilega kostur ef marka má skoðanakannanir.Sigurður Þórðarson, 18.4.2007 kl. 10:32
Sammála, mér finnst Árni ekki góður gítarkeikari. Samt hefur hann líklega þennan eina rétta x-faktor. Man vel þegar hann var fyrst að koma fram sem ungur maður þá fannst þeim stelpum sem ég þekkti hann "algjör sjarmör" eins og þá var sagt.
Með kveðju
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 18.4.2007 kl. 14:46
Já það er meira hvað sunnlendingar eru hrifnir af þjófum,samber Árna J og svo þjófnaði sjálfstæðisflokksinns á sameign þjóðarinnar,sem þeir eru að skipta á milli flokksgæðinga,td bankanna,símanum,hafnirnar og orkuveiturnar eru næstar á dagsskrá hjá þeimsem þeir ætla sér að ná.
Sigurður Pálsson (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 14:53
Já ótrúlegt hvað Árni er slakur gítarleikari miðað við hvað hann er fingralangur. En hér er eitthvað til að stela atkvæðum af Árna. Tjekkið á þessu lagi.
Tómas Þóroddsson, 18.4.2007 kl. 19:03
Það þekki ég vel Gunnar, hef oft sagt að þeir kysu hvað sem væri ef það tilheyrði flokknum.
Gott innlegg hjá þér Sigurður, eins og alltaf.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 18.4.2007 kl. 20:57
Voðalegur biturleiki er í gangi hérna. Þetta er bara eins og barnaland.is
Ingólfur (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 20:08
Voðalegur biturleiki er í gangi hérna. Þetta er bara eins og barnaland.is
Ingólfur (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 20:12
Löngu fingurnir nýtast manni oft betur í þvergripunum, en þeir þvælast auðvitað bara fyrir Árna í hans þröngu vinnukonugripum ;c) Og vegna aldurs nýtast löngu fingurnir honum heldur ekki í sus-hljómunum...
Jón Þór Bjarnason, 19.4.2007 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.