Áhrif útstrikana

Eins og fram kemur í meðfylgjandi frétt þá munu þeir Árni Johnsen og Björn Bjarnason flytjast niður um sæti.  Hver skyldu verða áhrif þessa:

Björn Bjarnason verður hugsanlega ekki ráðherraefni.  Ég ætla svo sem engu að spá í þeim efnum.  En hann fær annað númer og annars konar ávarp frá forseta þingsins.

Árni Johnsen verður ávarpaður: "Háttvirtur 6. þingmaður Suðurkjördæmis"  En ef engar útstrikanir hefðu verið þá hefði ávarpið verið:  "Háttvirtur 4. þingmaður Suðurkjördæmis"

Heldur einhver að Árni Johnsen missi svefn vegna þessarar breytingar?


mbl.is Árni og Björn færast niður um eitt sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ef Björn Bjarnason fær ekki ráðherradóm hefur Jóhannes unnið fullnaðarsigur á dóms- og réttarkerfi landsins og hefur ríkisstjórnina í vasanum.

Má ekki gerast.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.5.2007 kl. 01:18

2 Smámynd: Agnes Drífa Pálsdóttir

Ég efa nú að meirihluti þeirra sem strikuðu út nafn Björns Bjarnarsonar hafi gert það út af því að Jóhannes í bónus sagði þeim að gera það. Manneskjan er nú bara þannig gerð að hún tekur sjálfstæðar ákvarðanir og íslendingar sérstaklega, þeir láta sýst af öllu segja sér fyrir verkum.

Enginn þurfti að segja mönnum að strika út Árna Johnsen því að menn vita það hreinlega að ef að maður sem að braut af sér eins og hann gerði á sínum tíma og kallar það svo ,,tæknileg mistök" þá er eithvað meira en lítið að manninum.

Ég veit það fyrir víst að Árni er fínasti maður þó svo að ég sé ekki sátt við það sem að hann hlaut dóm fyrir né sé ég sammála honum þegar kemur að pólitík. Ég efa það heldu ekki að Björn Bjarnason sé líka hinn ágætasti maður og ég eiginlega sár vorkenni honum að vera í þessari stöðu sem hann er. Honum var bókstaflega hafnað af kjósendum og það getur ekki verið gott fyrir sjálfsálitið.

Agnes Drífa Pálsdóttir , 21.5.2007 kl. 04:04

3 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Auðvitað er þessum mönnum ekkert sama en ég skil vel að þeir beri sig vel.  Þó stuðningsmenn Björns Bjarnasonar séu að reyna að gera lítið úr útstrikunum Björns og vilji tala hann í ráðherrasæti þá trúi ég því varla að Björn verði ráðherra í væntanlegri stjórn.  Hvaða skilaboð væru það til þjóðarinnar og annara þingmanna? 

Það er ekkert ólíklegt að auglýsing Jóhannesar hafi haft áhrif en ég hefði haldið að frjálshyggjufólk tæki þessu frjálsa framlagi til kosninga fagnandi, í það minnsta út á við.  Svona er frelsið. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 21.5.2007 kl. 10:07

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þeim sem telja að útstrikanirnar séu frekar óánægja með störf Björns en auglýsing frá Jóhannesi í Bónus.  Fólk einfaldlega bara gerir ekki svona ef ekki er ástæða til. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.5.2007 kl. 17:18

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt svona virkar Lyðræðið er það ekki/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 22.5.2007 kl. 11:18

6 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

Ég held að við getum nú alveg tekið ákvarðanir án þess að Jóhannes í Bónus hafi einhver áhrif þar á.Fólk er bara óánægt með störf þessara manna í pólitík.

Laugheiður Gunnarsdóttir, 22.5.2007 kl. 16:57

7 Smámynd: Anna Sigga

Jæja Björn kallinn hélt sínu gamla vinnuheiti, enda að eigin sögn búinn að vinna það vel. Mér finnst að máttur útstrikanna verði að sjást, alveg sama hvort hinn eða þessi kom með e-r yfirlýsingar, þegar upp er staðið er maður einn í kjörklefanum og þar held ég að fólk taki algjörlega sjálfstæðar ákvarðanir, ef það er á annað borð með e-a hugsun.

  Árni J er að mínu mati magnað dæmi um bad publicity.... slæmt umtal er betri en ekkert umtal. Ótrúlega lífseygur karakter og mér finnst fylgi hans segja meira um kjósendur Sjálfstæðisflokksins en mörg orð. Sama hvað á dynur!

Anna Sigga, 23.5.2007 kl. 11:05

8 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Sammála. Það væri sannarlega óskandi að lýðræðið væri virkara.

Steingerður Steinarsdóttir, 24.5.2007 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband