28.5.2007 | 17:28
Stendur tíminn í stað?
Það er í sjálfu sér ekki ýkja langt síðan að viðhorf til samkynhneigðra breyttust til hins betra á Íslandi. Engu að síður er nógu langt síðan að maður verður forviða þegar viðlíka fréttir og þessi berast frá Evrópuríki. Í gær fengum við fréttir frá Rússlandi þar sem nokkrir evrópskir þingmenn voru handteknir fyrir mótmæli með baráttusamtökum samkynhneigðra. Þar var tilefnið bann við GayPride göngu. En hér heima vill enginn missa af þeirri skemmtilegu dagskrá sem boðið er upp á í GayPride göngunni niður Laugaveginn.
Við skulum vona að gamla austurblokkinn stökkvi ca. aldarfjórðung fram til nútímalegri viðhorfa gagnvart samkynhneigðum.
![]() |
Pólsk yfirvöld rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gunni Krossari, hann er nú sáttur við að missa af Gay Pride ! hehe
Ingólfur Þór Guðmundsson, 28.5.2007 kl. 17:51
Ég var að horfa á Gay Pride eitt sinn þegar ég sá mann sem ég vinn mikið fyrir þar á gangi ásamt eiginkonu sinni. Þegar hann leit til mín blikkaði ég ósjálfrátt en áttaði mig svo á að það er líklega ekki rétta aðferðin til að heilsa manni í þessari göngu. En líklega sá hann það bara ekki...
Ár & síð, 28.5.2007 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.