Virkasta útivistarfólkið!!

Mér finnst nú engin ástæða til að mögla yfir þessu reykingabanni.  Ég minnist þess sjálfur að hafa flúið með fjölskylduna út af kaffihúsum þar sem sonur minn var með asma.

Hins vegar fer það að verða íhugunarefni hvort ekki sé ástæða til að breyta merkingum á tóbakspakkningum.  Í stað þess að veifa þessum kolsvörtu upphrópunum á borð við: Reykingar drepa.  Þá er spurning hvort ekki megi staðfæra gamalkunna slagorðið, sem gæti þá orðið: Reykingar gefa hraustlegt og gott útlit....


mbl.is Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Humorin i lagi þarn/en þetta er lika alvara!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 30.5.2007 kl. 20:20

2 identicon

Af hverju ad fara bed barnid sitt sem er med astma inn á veitingastad tar sem reukt er?????????Fatta ekki alveg humorin.

Frída frænka (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 18:44

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Mér finnst alltaf best plaggatið sem var hluti af herferðinni gegn reykingum í kringum 1980. Þar var mynd af manni að pissa í sundlaug og eitt hornið í sundlauginni var sérstaklega merkt: Pissuhorn.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 31.5.2007 kl. 22:53

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Er Fríða þessi að gera því skóna að barnið hafi ekki átt erindi á veitingastað vegna þess að það var svo mikilvægt að reykingafólk fengi að menga þar loftið fyrir barninu og öðrum....?Fatta nú ekki svona rugl, þú ég hafi reykt 3-4 pakka á dag á sínum tíma

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 1.6.2007 kl. 12:06

5 identicon

Það er sérstakt að sjá hverja þú kallar útivistarmenn... Ekki kalla ég fólk sem stendur úti skjálfandi á beinunum við að sjúga í sig einhvern eiturreyk útivistarfólk, en menn eru jú misjafnir.

kveðja,

Gummi 

Guðmundur Freyr (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 12:38

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

mér finnst þetta bann tímabært

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.6.2007 kl. 13:01

7 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Við getum auðvitað reykt úti a.m.k. að sumarlagi meðan það er leyfilegt ! Annars eru þessar nornaveiðar orðnar dálítið þreytandi, svo að ég held, að ég verði að hætta. Ég frétti á dögunum, að um 300 manns starfi við líkbrennslu í Svíþjóð og ENGINN þeirra reykir ! Hvers vegna ? Jú, líkbrennsluofnarnir brenna ekki krabbameinin til ösku eins og ætla mætti !

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 8.6.2007 kl. 07:42

8 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Reykingabannið er sannarlega til bóta. Það er léttir andrúmsloftið en einhvers staðar verða vondir að vera og það er spurning hvort veitingamenn eigi ekki að fá leyfi til að útbúa einhvers konar aðstöðu fyrir þá.

Steingerður Steinarsdóttir, 8.6.2007 kl. 12:06

9 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Mér finnst allt í lagi að fólk reyki, fólk hefur frjálst val um það, en við hin sem reykjum ekki höfum ekki haft frjáls val um það þegar við höfum stundað óbeinar reykingar á veitingahúsum og kaffihúsum. Hvað áttum við að gera, vera bara heima? Ég er sjálf með asma og er rosalega fegin að þetta bann sé komið á, ég þarf ekki að jafna mig í viku eftir að hafa farið á djammið, eða vakna og æla nánast við ógeðslegu reykingarstybbuna af sjálfri mér.

En mér finnst hugmyndin góð með merkingarnar, hehe :)

Vera Knútsdóttir, 9.6.2007 kl. 13:27

10 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

.... og hreina og ferska öndun.    var það ekki þannig?

Bergþóra Jónsdóttir, 11.6.2007 kl. 01:17

11 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

reykingarbannið var alveg tímabært,nú vita reykingafólk hvernig okkur hinum leið,því hvergi gátum við verið fyrir reyk,áttum kannski bara vera heima .

Laugheiður Gunnarsdóttir, 12.6.2007 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband