30.1.2009 | 19:50
Stjórnarráð nýrrar Framsóknar
Ekki ætla ég mér að gerast blaðafulltrúi Framsóknar. En þar sem þessi félagsskapur er að gera sig breiðan á nýjan leik (lesist: kann ekki að skammast sín) þá ákvað ég að lesa mér til um nýjar áherslur þeirra. Neðangreint er tekið beint af bls. 5 og 6 í ályktunum 30 flokksþings um stjórnarráðið. En ályktanir flokksþings þeirra er að finna á heimasíðu Framsóknarflokksins.
Ályktun um Stjórnarráðið
Markmið
Framsóknarflokkurinn vill skýrari verkaskiptingu í Stjórnarráðinu. Verkaskipting ráðuneyta skal taka tillit til samfélags- og atvinnuhátta og áherslna ríkisstjórnar á hverjum tíma.
Leiðir
Að farið verði eftir tillögum nefndar Framsóknarflokksins um skipan Stjórnarráðsins sem lagðar voru fram til kynningar á 29. flokksþingi.
Að leitast verði við að ráðuneyti í næstu ríkisstjórn sem Framsóknarflokkurinn á aðild að verði ekki fleiri en 10.
Að flokksfélögum séu kynntar þær hugmyndir sem liggja að baki tillögum hópsins.
Fyrstu skref
Strax í næstu stjórnarmyndun Framsóknarflokksins verði lögð rík áhersla á nýtt fyrirkomulag og að hugsanlegum samstarfsflokki eða -flokkum verði kynnt tillagan. Breytingar á Stjórnarráði Íslands verði teknar fyrir á stjórnlagaþingi.
Hér er semsagt markmiðið skýrari verkaskipting án þess að gerð sé grein fyrir því hvað sé óskýrt en skal samt hringlað með fyrirkomulagið eftir því hvernig vindur blæs á hverjum tíma.
Leiðir nýju Framsóknar eru þær að farið verði að tillögum gömlu Framsóknar frá 29. flokksþingi!!! Ráðuneytin skulu vera 10 en að öðru leyti er okkur skítsama hvernig þeim er spyrt saman að því tilskildu að flokksmönnum séu kynntar hugmyndir einhvers hóps???
Fyrstu skref Framsóknar eru þau að kynna tillögur sínar (sem engin veit hverjar eru) fyrir hugsanlegum samstarfsflokki. Breytingar á stjórnarráðinu skulu teknar fyrir á stjórnlagaþingi (af því að það er vinsæl hugmynd núna).
Vinsamlegst hlífið okkur við þessu bölvaða merkingarlausa froðusnakki.
Athugasemdir
Sæll Siggi.
Án þess að ég vilji raska við hlutleysi mínu í stjórnmálum, þá verð ég að segja að líkurnar á því að ég kjósi Framsókn í næstu kosningum snarminnkuðu í dag, enda finnst mér flokkurinn dálítið vera kominn í þversögn við sjálfan sig.
Eftir margítrekaðar yfirlýsingar nýkjörins formann um að flokkurinn telji sig þurfa endurnýjað umboð þjóðarinnar til að geta tekið sæti í ríkistjórn, virðist þó vera komið í ljós að þeir vilja leiða stjórnarmyndunarviðræður, og leggja til mikilvægustu efnisatriðin.
Þetta er auðvitað frábær hugmynd hjá þeim, þeir koma sínum áherslum og aðferðum á framfæri, nú - ef eitthvað klikkar þá bera þeir ekki ábyrgð á neinu þar sem þeir sátu ekki í ríkistjórn.
Er ekki eitthvað mis við þetta?
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson, 30.1.2009 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.