Það kostar þá kr. 2.000 að heimsækja Kerlingafjöll eða Hveravelli

Ég get ekki að því gert að ég hef nokkra vantrú á þessu viðskiptamódeli og myndi aldrei leggja pening í fjármögnun.  En skv. gögnum Vegagerðarinnar var svokölluð ársdagsumferð við Öxnadalsá 909 bílar á sólarhring árið 2005.  Það er því ljóst að forsvarsmenn hins nýja Kjalvegar ætla sér að fá meirihlutann af þeirri umferð inn á Kjalveg.  Þess utan jafngildir gjaldtakan því að selt verður inn á einu leiðina að Hvítárvatni, Hagavatni, Kerlingarfjöllum og Hveravöllum.  Það finnst mér út í hött!
mbl.is Vilja hefja undirbúning nýs vegar yfir Kjöl í einkaframkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Olina Kristinsdottir Gulbrandsen

Ja hérna...  það er ok að borga vegtolla en það má þá halda verðinu innan skynsemismarka!

Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 6.2.2007 kl. 17:26

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Mér finnst hreinlega að við ættum ekki að þurfa að borga neitt.... Það eru til nógir peningar til að gera þetta hjá þeim sem eru í þessu félagi... því ekki að leifa okkur meðaljóninum að njóta einhvers af því...??  

Margrét Ingibjörg Lindquist, 6.2.2007 kl. 18:16

3 Smámynd: Bragi Einarsson

þetta er náttúrulega bara bullverð!

Bragi Einarsson, 6.2.2007 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband