Hvað er það versta við Kárahnjúkavirkjun?

Ég ætla ekki að leggja orð í belg um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á náttúrufar norðan Vatnajökuls ég hef engu við þá umræðu að bæta (eða læt það a.m.k. ógert).

Ég hef hins vegar áhyggjur af áhrifum Kárahnjúkavirkjunar á verðskyn landsmanna.  Byggingarkostnaður við virkjunina, háspennulínur og álverið á Reyðarfirði mun kosta á milli 200 og 300 milljarða króna.

Áður en rætt var um fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir austan heyrðust svo háar fjárhæðir sjaldan nefndar nema ef rætt var um skuldir þjóðarbúsins við útlönd.  Þess utan þarf ekki að fara svo ýkja langt aftur í tímann til að rifja upp að þegar fjallað um halla á viðskiptum við útlönd var þess sérstaklega getið ef Flugleiðir keyptu eða seldu flugvél.

Nú er öldin önnur.  Kostnaður virðist ekki hamla nokkurri hugmynd það er sama hversu arfavitlaus hún er.  Besta dæmið um þetta er þráhyggja Árna Johnsen o.fl. um göng úr Landeyjunum til Eyja.  Munninn yrði á flóðasvæðinu vestan Markárfljóts og síðan færi rörið eftir endilöngu gosbeltinu.  Ég ætla ekki að reyna að rifja upp þær tölur sem nefndar hafa verið sem hugsanlegur kostnaður við þessa fantasíu.  Þá er ámóta hugmynd á flugi austur á fjörðum.  En þar vilja hugumstórir menn nota tækifærið áður en borvélarnar á Kárahnjúkasvæðinu verða teknar saman og fluttar úr landi.  Áformin á því svæði hljóða upp á ca. 30 km göng.

Það vakir ekki fyrir mér að senda sérstaka pillu til Vestmannaeyja eða austur á Firði.  Hið brenglaða verðskyn hefur borist eins og faraldur um allt land.  Héðinsfjarðargöng eru í framkvæmd, tvöföldun Suðurlandsvegar á sér jarmandi jákór sem gagnrýnislaust ryðst áfram og mislægir gatnamótaflokkar stjórna öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Líklegast er það bjartsýni að biðja kjósendur og frambjóðendur um að standa með báða fætur á jörðinni þegar 3 mánuðir eru til kosninga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Vil taka undir hvert orð sem hér er sagt. Það er eins og algjör brjálsemi sé í gangi í þessu þjóðfélagi. Byggja og bora, landfyllingar til að byggja meira og dýrara, tónlistarhallir, reiðhallir og íþróttahallir.  Bara gera eitthvað nógu og mikið og því dýrara, því betra.

Þórir Kjartansson, 8.2.2007 kl. 20:25

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þegar maður býr í útlöndum og kemur heim sjaldan á ári þá sér maður brjálæðið. Heilu hverfin rísa og nýjar beygjur sem setja mann á kolvitlausan stað eru um allt. Og upphæðirnar eru stjarnfræðilegar í öllum þessum dugnaði sem gengur yfir þjóðina. Hef bara áhyggjur af því að það virðist enginn vera að spá neitt í útlitið á þessum ferlíkjum. Steinsteyptur ljótleiki ráðandi alls staðar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.2.2007 kl. 23:50

3 Smámynd: Sævar Már Sævarsson

Eigum við að segja að göngin milli Norðfjarðar og Eskifjarðar fái að standa og málið dautt??  Varðandi Suðurlandsveg er ég sammála því að fólk verður að hafa kjark til að nálgast það mál á gagnrýninn hátt, það er hægt að gera ansi mikið til að bæta umferðaröryggi fyrir mismuninn á 2+2 og 2+1 útfærslunum.

Sævar Már Sævarsson, 8.2.2007 kl. 23:55

4 Smámynd: Morten Lange

Sammála þessu hjá þér, Sigurður, og talsvert af því sem gestir hafa  bætt inn.

Morten Lange, 8.2.2007 kl. 23:58

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Amen. Algjörlega sammála

Kristín M. Jóhannsdóttir, 9.2.2007 kl. 01:17

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Bý í Þorlákshöfn,þarf að sækja ýmsa þjónustu á höfuðborgarsvæðið,þá helst læknisfræðilega OG keyra karlinn minn á 12.daga og 6.daga fresti í flug..því svo skemmtilega vill til að hann er verkstjóri og ýtustjóri uppi á Kárahnjúkum......þ.a.l. fer ég suðurlandveg mjög oft og ég er sko í JARMKÓRNUM og get alveg sagt ykkyr það að umferðaröryggi verður verður ekkert bættara með 1+2.enda ekki heldur í takt við tíman.....Blessuð sé minning Svandíar Þulu.

Solla Guðjóns, 9.2.2007 kl. 04:57

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þegar maður hefur sterkar skoðanir á einhverju málefni er svo stutt í u-beygju og öfgana þeim meginn. Þessi setning "tvöföldun Suðurlandsvegar á sér jarmandi jákór sem gagnrýnislaust ryðst áfram"á bara engan veginn heima í pistli sem fjallar um kostnað við framkvæmdir... nema þú komir með samanburð. Ert þú til í að setja verðmiða á öryggi þeirra sem þurfa að keyra þennan fjölfarna veg, jafnvel á hverjum degi? Hvað um verðmiða á mannslíf sem hafa glatast þarna beinlínis vegna þess að Suðurlandsvegur ber engan veginn þá umferð sem um hann fer? Hvernig dettu þér í hug að tala um Kárahnjúkavirkjun og göng út í eyjar undir sömu formerkjum og tvöföldun Suðurlandsvegs?? Finnst þér þetta sambærilegt? 

Ég bjó í Keflavík fyrstu 30 ár ævinnar... ég hef fyrir löngu týnt tölu þeirra kunningja, vina og nágranna sem létu lífið á Reykjanesbrautinni. Eftir framkvæmdirna þar, þó hálkláraðar séu, hefur enginn sem mér þykir vænt um dáið á ferð um hana. Hvers virði er það? 

Heiða B. Heiðars, 9.2.2007 kl. 06:00

8 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

inntak greinarinnar er mjög gott.. 

Ingi Björn Sigurðsson, 9.2.2007 kl. 09:58

9 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

bingó...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 9.2.2007 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband