Góð frammistaða í vikunni

Ég hét sjálfum mér því þegar ég ákvað að reyna fyrir mér á þessum vettvangi bloggheima að ég myndi aldrei fjalla um: úrslit í íþróttakappleikjum, sjónvarpsdagskrána, matargerð á heimilinu og “persónulegan kláða”.

 

Ég gæti hins vegar þegið ábendingar bloggverja og annarra gesta þessa párs að fá ábendingar um framsetningu efnis.  Sjálfur hef ég verið mikill sveimhugi varðandi þá aðferð sem best gefst við að velja framsetningu efnis.  T.d. finnst mér að sú leturgerð sem birtist hjá mér sé þess eðlis að stafirnir renni saman.  Ef einhver getur bent á rétta skjámynd eða annað sem kann að nýtast þá tek ég öllum ábendingum fagnandi.  Þeir sem ekki vilja senda mér ábendingar sem athugasemd í bloggkerfinu mega senda mér línu í tölvupósti á netfangið: sas@vortex.is.

 

En tilefni þessarar færslu er frammistaða tveggja aðlila sem ég sé sérstaklega tilefni til að hrósa eftir fréttir vikunnar.  Fyrstan vil ég nefna Pétur Haukson sem benti á nauðsyn þess að umsvifalaust yrði gripið til aðgerða til að sinna fórnarlömbum misnotkunar í Byrginu, ekki væri verjandi að bíða í 40 ár.

 

Hin hetja vikunnar er Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður.  Eins og þeir vita sem fylgst hafa með störfum Alþingis síðustu áratugina þá ber Jóhanna höfuð herðar hné og tær yfir vinnufélaga sína í þeim málaflokkum sem hún sinnir með nefndarsetu sinni.  Styrkleiki Jóhönnu er fyrst og fremst á sviði félagsmála, skattamála og heilbrigðismála.  Ég hef stundum vorkennt langskólagengnum sérfræðingum sérfræðistofnanna sem hafa þurft að mæta fyrir þingnefndir þar sem Jóhanna er í hópi nefndarmanna.  Skattamál, tölfræði, vaxtamál, greiðslubyrði, vísitölur og annars konar tölfræði vefst ekki fyrir henni, þó svo að þessi svið reynist mörgum torskilin og framandi.  Það hlýtur að vera bráðnauðsynlegt að vera vel undirbúinn til að svara fyrirspurnum hennar.  Ég vek athygli á því að það var Jóhanna Sigurðardóttir sem áttaði sig á því að nefskattar á borð við gjald í framkvæmdasjóð aldraðra sem og hinn nýja RÚV-skatt Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, féllu eingöngu á hefðbundna launamenn en ekki á þá sem eingöngu greiddu fjármagnstekjuskatt.

 

Jóhanna Sigurðardóttir fékk opið skotfæri í hendurnar nú í vikunni þegar upplýst var um stöðu Byrgismálsins og skjólstæðinga þess.  Það hefur vafalaust verið freistandi fyrir marga að hleypa af á félgsmálaráðherra og alla þá sem höfðu fengið upplýsingar um fjárhagsleg og félagsleg axarsköft sem framin höfðu verið í málefnum Byrgisins.  Jóhanna veit hins vegar sínu viti og í stað þess að láta ginnast af þeim pólitísku freistingum sem boðið var upp á þá er hún aðal hvatamaður þess að allt verði lagt í sölurnar til að sinna fórnarlömbunum úr Byrginu. 

 

Hinn pólitíski slagur bíður seinni tíma.  Takk fyrir fagmennsku Pétur Hauksson og Jóhanna Sigurðardóttir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

þakka fyrir að gerast blog vinur kvitt

Laugheiður Gunnarsdóttir, 9.2.2007 kl. 21:58

2 identicon

innlitskvitt :)

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 23:58

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Pétur Hauksson er einn okkar virtasti læknir á sínu sviði og Jóhanna er frábær.

Svava frá Strandbergi , 10.2.2007 kl. 12:45

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það lifnar i mer gamall KRATi þegar eg les þetta frá þer eins og talað ut ur minum munni þetta her fyrir þvi!!!!Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 10.2.2007 kl. 15:54

5 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Bara knús frá mér

Sigrún Friðriksdóttir, 10.2.2007 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband