12.2.2007 | 17:12
Metnaðarleysi, - bara tvenn göng í einu
Eigum við ekki að bora frá öllum þéttbýlisstöðunum (helst í einu) inn undir miðju landsins? Svo hittumst við þar.
Að venju er það aukaatriði hvort einhver eigi erindi.
Hægt verði að vinna við gerð tvennra jarðganga samtímis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað er við hittumst nú ekki ???
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2007 kl. 19:44
innlitskvitt
Solla Guðjóns, 12.2.2007 kl. 20:48
Við verðum að skoða vel hversu arðbær þessi göng verða.Það þarf að gera viða breytingar v/öryggis á hringveginum og ýmsum öðrum fjölförnum vegum,sem ætti að sitja í fyrirrúmi.Það er löngu ljóst, að jarðgöng að fámennum byggðalögum stöðvar ekki fólksflótta frá þessum stöðum.
Kristján Pétursson, 12.2.2007 kl. 20:56
Fín hugmynd og hafa svo risa ´mall' undir miðju landsins. Þá geta allir landsbúar verslað og sýnt sig og séð aðra á sama stað.
Svava frá Strandbergi , 12.2.2007 kl. 22:56
Fólksflótti heldur áfram en þrátt fyrir þá skila alltaf jöfn hlutföll sér baka til byggðarlags, mismikil þó hverju sinni! Færeyingar eru flottir í jarðgöngum! Bora og Bora eins og Karíus og Baktus!
www.zordis.com, 12.2.2007 kl. 22:56
Fín hugmynd, enda gæti slík framkvæmd skapað svo mikinn uppgang og hagvöxt að frá frekari virkjunum yrði að hverfa...
Guðlaugur Kristmundsson, 13.2.2007 kl. 08:01
Nýt æði er kannski að fara í gang meðal stjornmálamanna og það er að fara með allt ofaní jörðina. Ég heyrði Hönnu Birnu formann skipulagsráðs Reykjavíkurborgar tala um það í gær á fundi meðal íbúa við Laugardalinn að í ljósi nýrrar tækni og framfara væri nú miklu auðvelara að fara ofaníjörðina með framkvæmdir.
Guttormur, 13.2.2007 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.