Um bloggið

Bloggvinkona mín Zordis spurði í athugasemd fyrir stuttu hvernig mér gengi að rækta samband við alla þessa bloggvini sem ég hef eignast.  Spurningin er ofur eðlileg og því ráð að ég geri grein fyrir minni afstöðu fyrir blogginu og þeim bloggvinafjöld sem ég hef komið mér upp.

 

Fyrir það fyrsta þá vil ég þakka Mbl.is fyrir þá þjónustu sem þau veita mér og öllum öðrum með því að taka þátt í þessu kerfi.  Þegar ég ákvað að reyna fyrir mér á þessum vettvangi þá ákvað ég að gefa þessu nokkra mánaða séns.  Ég ætla að reyna að skýra út fyrir ykkur hvað vakir fyrir mér.  Mig langar að reyna fyrir mér í þessum færslum að skrifa smá pistla frá eigin brjósti, helst einn á hverjum degi, um það sem mér liggur á hjarta.  Ég hef ekki í huga að skrifa um sjónvarpsdagskrána, bíómyndir, veðrið eða mataræðið á heimilinu eða mjög persónulega hluti.

 

Ég geri mér engu að síður grein fyrir því að þessi bloggvettvangur er notaður með afar margvíslegum hætti.  Ég skil vel þá sem búa í útlöndum sem nota þetta form til þess að gera grein fyrir sínum persónulegu högum, þar sem það er dýrt og fyrirhafnarmikið að hringja eða sms-a í sína nánustu til að færa fréttir af börnunum og hinu daglega lífi.  Þá skil ég alla þá sem verða foreldrar eða afar og ömmur að þau hafi áhuga á því að láta í sér heyra.  Sjálfur er ég á því að stærsta verkefni sem ég hef tekist á við til þessa sé foreldrahlutverkið og það minnisstæðasta á lífsleiðinni er fæðing sonar míns.

 

En Zordis spurði mig að því hvernig mér gengi að rækta bloggvini mína.  Sonur minn taldi þá fyrir skömmu síðan og sagði mér að þeir væru yfir 300. 

 

Bloggvinir mínir eru meira og minna fundnir af handahófi.  Sumir skrifa um áhugaverð mál, sumir eru samherjar í sýn á tilveruna, sumir eru með allt aðra sýn á tilveruna heldur en ég, sumir skrifa einfaldlega svo skemmtilegan stíl að það er hrein unun að lesa það sem frá þeím kemur, óháð viðfangsefni.

 

Til að fylgjast með ritstörfum bloggvina minna þá vel ég þá leið að skrá mig inn í kerfið og smella síðan á stjórnborð.  Þar kemur upp vinstra megin “bloggvinir nýjustu færslur” þann lista skanna ég og á listanum má sjá ca. 4-5 fyrstu línurnar í ólesnum greinum.  Ef efni eða stíll vekur áhuga minn þá skrepp ég á síðurnar þeirra og fæ mér allan skammtinn.

 

Mbl.is og Zordisi þakka ég góða þjónustu og góðar ábendingar um rækt við bloggvini.  Allir þeir sem hafa sæst á þennan vinskap að mínu frumkvæði eða hafa sýnt eigið frumkvæði að bloggvinskap þakka ég að sama skapi.

 

Íslenskufræðinga bið ég um smá aðstoð.  Á borðanum efst á Mbl.is síðunni stendur “bloggið” en þegar boðið er upp á möguleikann á því að flokka efnið þá blasir við valkosturinn “bloggar”.  Því er mér spurn hvaðan kemur þetta orð “blogg” og hvort er það hvorugkyns eða karlkyns?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Skemmtileg pæling, og verð ég að taka undir flest hér!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.2.2007 kl. 00:50

2 Smámynd: halkatla

ég á ekki nærri jafn marga bloggvini og þú en ég vanræki mína samt alltof mikið, eða það finnst mér, ég verð að fara að taka mig á

halkatla, 18.2.2007 kl. 00:56

3 Smámynd: Sigurjón

,,Bloggar" er í raun og veru orð sem er rangt.  Blogg væri nær lagi sem fleirtöluorð, en ,,bloggið" er eintöluorð með ákveðnum greini.  Þetta er aftur á móti tökuorð og er því ekki alveg ljóst hvernig meðhöndla skal það sem slíkt, en ég myndi í öllu falli gera þetta svona.

Sigurjón, 18.2.2007 kl. 06:01

4 Smámynd: www.zordis.com

Frábær þjónusta sem mbl. veitir og ofureinföld.  Við erum öll hér í ákveðnum tilgangi og ættum að njóta þess hver á sinn máta.  

Gangi þér vel með 3ja mán takmarið og ekki láta deigann síga

www.zordis.com, 18.2.2007 kl. 10:34

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Blog er stytting úr weblog (sem sagt mínus we) og þýðir vefdagbók, vefleiðari. Í íslensku notar maður orðið með gg, þ.e. blogg, og ég veit um nokkra sem hafa ekki skilið slóðina sem maður segir vegna þess að þeir slá inn xxx.blogg.is sem væri mun rökréttara í tungumálinu okkar.

Einhverju sinni sá ég gríntillögu að íslenskun, fleiðari, stytting úr vefleiðari, og þá væri sama aðferð notuð til styttingar og í ensku. Mér finnst samt blogg virka af því að það fellur ágætllega að tungumálinu.

Hvað varðar orðið bloggar hef ég einmitt skilið það sem 3. persónu af sögninni blogga, (bloggarinn) bloggar. Var kannski fullfljótfær að álykta þar.

Berglind Steinsdóttir, 18.2.2007 kl. 10:43

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já það er h gaman að hafa skoðanir og ekki allir sem þu að færa þetta í svona gott form/En þu fyrrgefur mer auðvitað  þo svo eg komi ekki orðunum eins vel fyrir og þu spernglærður maðurin/En við sem höfum bara gamalt baraskolaprof en samt mikkla lifreinslu viljum að veikum mætti reyna að tjá okkur/En þu bara fyrirefur vittleisuna i okkur!!!!Kveðja Hali Gmali

Haraldur Haraldsson, 18.2.2007 kl. 10:43

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég vissi nú ekki að það væri hægt að sjá meir en yfirlit yfir 20 fremstu bloggvinina.

Skil ekki allveg hvernig þú færð yfirlit yfir þá alla. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.2.2007 kl. 11:48

8 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Ja, ég kíki alla vega reglulega á það sem þú hefur að segja, og hef gaman af, og tel mig þannig rækta "bloggvináttu" hvort sem það er gagnkvæmt eða ekki.  Það skiptir heldur ekki öllu máli.  Bloggið, eins og það er að þróast hér á mbl.is, er einfaldlega ný vídd í lýðræðislegri umræðu og gefur möguleika á samskiptum, skoðanaskiptum og umræðum sem ekki voru til staðar áður á neinn viðlíka hátt.  Þetta er mikil og stór hugmyndadeigla, og frábært að sjá hve margir vilja vera með í umræðunni um þjóðþrifamál og annað.

Kveðja, 

Bergþóra Jónsdóttir, 18.2.2007 kl. 13:43

9 Smámynd: Anna Sigga

 Greinargott svar.... þannig að það hlýtur að vera meðmæli þegar og ef þú skoðar hjá manni bloggið.  Hafðu það gott

Anna Sigga, 18.2.2007 kl. 14:03

10 identicon

Kvitt

Melanie Rose (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 16:15

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er nýbyrjuð hér og er að feta mig áfram.  Var mjög þakklát þegar fólk vildi gerast blogvinir mínir.  Það svona styrkti mig í að halda áfram.  Maður var allt í einu ekki einn í tilverunni. Og ég segir eins og Sigurður ég byrja á að fletta upp hvað bloggvinir mínir hafa að segja.  Og svara þegar þeir hafa eitthvað skemmtilegt fram að færa að mínu mati.  Les alltaf það sem þeir hafa að segja.  Því að eiga vini krefst þess að rækta sambandið.  Þó það sé bara netsamband. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2007 kl. 17:25

12 identicon

Skemmtileg pæling. Er enn að átta mig á hvort Blogg sé eitthvað fyrir mig - en held það fari svolítið eftir því hvort maður finni taktinn sinn eða ekki, og hafi einmitt einhverja smá hugsun í því bæði hvað maður vill skrifa um - og líka hvað maður vill ekki skrifa um. En þar sem þú varst fyrsti bloggvinurinn kvitta ég hér fyrir mig

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 21:28

13 Smámynd: Kolgrima

Skemmtileg pæling

Kolgrima, 19.2.2007 kl. 02:14

14 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Kveðja

gerður rósa gunnarsdóttir, 19.2.2007 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband