Meintur grunur

Það eru margvíslegar lýsingar og orðfæri sem notuð eru í fjölmiðlum sem að öllu jöfnu við gerum ekki athugasemdir við.  Ein slík lýsing er: ökumaður grunaður um ölvun.  Ég spurði eitt sinn lögregluþjón fyrir hvað þetta stendur og á hverju slíkur grunur er almennt byggður.  Lögregluþjónninn svaraði mér afdráttarlaust.  "Þetta þýðir að viðkomandi var það sem við köllum hversdagslega, pissfullur.  Grunurinn er byggður á öllu því sem við sjáum á ölvuðu fólki annars staðar.  Viðkomandi lyktar eins og sprittbrúsi, er reikull í spori, augun eru fljótandi og flöktandi, menn eru örir og allt annað sem við hversdagslega greinum af útliti og hátterni þeirra sem eru fullir."  Ég varð hugsi og spurði síðan: "eru ekki líka í þessum flokki þeir sem hafa fengið sér rauðvínsglas með matnum".  Löggi svaraði hið snarasta: "Nei, biddu fyrir þér.  Hins vegar hvílir á okkur rannsóknarskylda og það er að endingu blóðprufa sem ræður mestu um þau viðurlög sem viðkomandi hlýtur."

Þá vitum við það.  Grunur um ölvun þýðir pissfullur á mannamáli!


mbl.is Bifreið fór út af veginum á Hellisheiði; ökumaður grunaður um ölvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er nefnilega dæmi um þessa hræsni sem tröllríður öllu þjóðfélaginu, það má aldrei segja sannleikann af því hann kemur einhverjum illa.  Þá er búið til líkingamál farið í kring um hlutina og þeir kallaðir allt annað en meiningin er. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2007 kl. 16:19

2 identicon

Þetta er bara ekki rétt hjá ykkur góða fólk. Það eru allir saklausir uns sekt þeirra er sönnuð og það er ekki hlutverk lögreglu að dæma fólk, þess vegna eru borgarnir grunaðir um ákveðna hegðun eða háttsemi. Líka sá sem hefur drukkið rauðvínsglasið og ekið, líka sá sem er grinilega undir ahrifum fíkniefna. Hann verður aldrei annað en grunaður í fyrstu málsmeðferð hjá lögreglu.

Leifur (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 17:42

3 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Tek undir með Leif, það eru allir saklausir uns sekt er sönnuð. Fólk getur litið út fyrir að vera verulega ölvað vegna sjúkdóma. Þá reynist það fólk saklaust eftir blóðprufu.

Júlíus Sigurþórsson, 10.3.2007 kl. 17:45

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Fólk hefur víst lent í lífshættu af því að aðrir (m.a. lögreglan) hefur talið það vera ölvað. Þekki konu með sykursýki sem lenti í miklum hremmingum því að hún virtist vera ofurölvi. Skil þess vegna alveg hvers vegna löggan segir þetta með meintan grun, þrátt fyrir að það sjáist vissulega á sumum að þeir séu pissfullir. Blóðprufan er það sem virkar.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.3.2007 kl. 18:35

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Innlitskvitt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.3.2007 kl. 22:19

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Kvitta fyrir mig.

Svava frá Strandbergi , 11.3.2007 kl. 00:39

7 Smámynd: Fishandchips

Bara kvitt...

Fishandchips, 11.3.2007 kl. 00:41

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Enginn er sekur fyrr en sekt hans er sönnuð.  Þetta grundvallaratriði laga og mannréttinda veldur þessari varkárni.  Fram að því eru menn grunaðir eða "meintir" sakamenn.  Það eru t.d. dæmi um að sykursjúkt fólk í sykurfalli, hegði sér og akti eins og drukkið. Það er ekki sakhæft vegna sjúkleika. Hins vegar er það merkilegt að alkohólismi er viðurkenndur sjúkdómur og eitt af höfuðeinkennum hans er stjórleysi og drykkja, sem aftur veldur frumhlaupi og órökræðni eins og að ákveða að maður sé í lagi til að keyra.  Þetta eru þó einu sjúklingarnir, sem eru sakhæfir fyrir sjúkdómseinkenni sín.  Menn verða sennilega að hafa skírteini upp á vasann um að þeir séu alkar.  Slík skírteini fá þeir, sem fara í meðferð.  Það gefur þó að sjálfsögðu ekki rétt til að aka fullur. Þó það nú væri.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2007 kl. 15:55

9 Smámynd: www.zordis.com

Uns sekt er sönnuð, þarf varla að ítreka það meir hér.  Ég á heldri kunningjakonu sem lítur út fyrir að vera drukkin alla daga en hún er bláedrú blessunin.  Útlit segir ekki alltaf allt sem betur fer eða er það miður!  Eigðu góðar stundir!

www.zordis.com, 11.3.2007 kl. 21:39

10 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Kæru athugasemjendur.  Með þessum skrifum vakti alls ekki fyrir mér að hvetja til sleggjudóma eða þess að sönnunarbyrði og rannsóknarskylda yrði lögð af.  Heldur eingöngu að þegar við fáum í fregnum um "grun um ölvun" þá er það mat viðstaddra að viðkomandi sé sauðdrukkinn.  Frávikin sem þið hafið lýst með ábendingum um sjúkdóma af ýmsu tagi eru afar fá en auðvitað ber að rannsaka mál til fullnustu áður en dómar eru kveðnir upp og refsing er ákveðin.

Sigurður Ásbjörnsson, 12.3.2007 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband