28.3.2007 | 23:19
Virkja sem allra mest!
Haldið þið að við réttum ekki úr kútnum þegar Kárahnjúkavirkjun hefur verið plöggað inn? Eða er þessi neikvæða einkunn alþjóðasamfélagsins vegna klúðursins með spennana fyrir austan?
En við getum verið róleg því þegar Geir, Jón og Valgerður hafa endurnýjað umboð sitt þann 12. maí nk. þá hljóta þau að bretta upp ermarnar að nýju og drífa menn áfram með sinni rafrænu færni.
(Æ sorrý, ég mundi ekki eftir því fyrr en í lokin að Jón hefur ekkert umboð. Það var kannski þess vegna sem hann sagði að stóriðjustefnunni væri lokið?)
Ísland missir stöðu sína í rafrænni færni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er varla fyrir virkjanir, því danir eru í fyrsta sæti!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.3.2007 kl. 05:17
Nei Jón er umboðslaus. Enn sem komið er allavega. Og lítur ekki mjög vel út fyrir karlangann.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2007 kl. 08:41
Það fer lítið fyrir rökfræði (logik) höfundar sem titlar sig jarðfræðing.
Þar sem hann er augsýnilega virkjana andstæðingur og vill eithvað
annað eins og þeyr segja og benda svo oft á að íslendingar eigi að
snúasér að upplýsinga tækni. En það er eimitt sú grein sem fréttin
gengur útá. Svo þar eru virkjunar andstæðinga í vondum málum.
Leifur Þorsteinsson, 29.3.2007 kl. 09:57
innlitskvitt
Laugheiður Gunnarsdóttir, 29.3.2007 kl. 17:28
Það er varla hægt að krefjast þess, að við séum bestir og mestir á öllum sviðum og allra síst, er við eyðum of mikilli orku og tíma í þarflítið hjal um, hvar og hvenær eigi að virkja. Raunar er fátt, sem okkar ágæta, bráðgáfaða og hamingjusama þjóð, getur ekki þrefað um sí og æ. Eitt er þó víst, að við verðum aldrei góðir í boltasparki, þó að við getum stundum klórað í bakkan við óvenjulegar aðstæður eins og í leiknum við Spánverja. Væri ekki best að láta mest af peningunum fara í kvennaboltann ? Með góðri kveðju, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 29.3.2007 kl. 21:08
Bestir, verstir... Er slæm lenska að vera að gorta okkur yfir að vera bestir í öllum hlutum? Bara spyr til að fá vinkil í umræðuna.
Ólafur Þórðarson, 30.3.2007 kl. 02:59
Nei nu eruð þið Davið smmála um að hætt öllum Alversframkvæmdum !!!Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 30.3.2007 kl. 16:37
Erum við svo viss um að umboðið verði endurnýjað? Flest sólarmerki benda nú til annars og sú hræðilega tilfinning læðist að manni að stjórnin verði með slagsíðu til vinstri.
Birna M, 30.3.2007 kl. 23:22
Gaman að Danir kunni að nýta rafmagnið svo vel enda eiga þeir ekki nóg af því.
Við eigum hins vegar metið í ólöglegum hugbúnaði á Vesturlöndum og þótt víðar væri leitað.
Ár & síð, 2.4.2007 kl. 16:46
Jón er bara svo fúll alltaf.. þyrfti að senda hann í hlátur-yoga námskeið fyrir kosningar..
Björg F (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 03:05
Sammála síðasta ræðumanni.
Stóriðjustopp leysir engan vanda.
Sigurjón, 7.4.2007 kl. 02:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.