Hvađ er háskóli?

Ţegar ég var 9 eđa 10 ára gamall nemandi í Austurbćjarskólanum ţá var minn árgangur í sérstakri tilraun.  Tilraunin fólst í ţví ađ byrja ađ kenna okkur ensku einu ári fyrr en hafđi tíđkast.  Enskukennarinn okkar var Vilborg Dagbjartsdóttir.  Ég man all vel eftir fyrstu tímunum hjá Vilborgu.  Á einum vegg í kennslustofunni hékk stórt heimskort.  Vilborg benti á öll ţau lönd ţar sem enska var töluđ.  Viđ, nemendurnir, vorum umsvifalaust sannfćrđir um ađ enskukunnátta vćri hiđ ţarfasta mál ţar sem viđ yrđum ađ geta gert okkur skiljanleg sem víđast.  Síđan hófst kennslan.  Í fyrstu fengum viđ ađ heyra hvađ hinir hversdagslegu hlutir í kring um okkur hétu á ţessu merkilega tungumáli.  Vilborg lyfti blýanti og sagđi "pensil", penna og sagđi "pen" en benti síđan á dyrnar og sagđi "dor", gluggann og sagđi "vindóv", á borđiđ og sagđi "teibol".  Ţetta síađist all fljótt inn í okkur og ég man ađ í ţessum fyrsta enskutíma voru flestir farnir ađ höndla blýantinn eins og málningarpensil.

Eftir ţví sem enskunáminu vatt áfram ţá jókst orđaforđinn smám saman.  Ég minnist ţess ađ hafa á einhverjum fyrstu árum enskunámsins hnotiđ um eitt orđ.  Ţađ var orđiđ "highschool".  Ţar sem ég taldi mig vera kominn međ nokkurn orđaforđa ţá leyfđi ég mér ađ andmćla kennaranum sem fullyrti ađ "highschool" ţýddi gagnfrćđaskóli.  "En kennari, ţýđir ekki fyrri hluti orđsins, ţ.e. "high" hátt, há eđa hár?  Kennarinn játti ţví en sagđi ađ ţó svo ađ ég gćti ţýtt orđhlutana beint ţá vćri engu ađ síđur "highschool" ţađ sem viđ köllum gagnfrćđaskóla á íslensku.  Ţetta fannst mér stórfurđulegt.  Ég held hreinlega ađ ég hafi litiđ á ţetta sem hiđ argasta svindl.  Hvernig segir mađur ţá háskóli á ensku?  Kennarinn svarađi: ţađ er júnivörsití.  Ó mć god, - hvernig getur nokkur mađur lćrt svo langt og leiđinlegt orđ sem er ţess utan skrifađ allt öđru vísi heldur en ţađ er boriđ fram?

Á síđustu árum hefur mér fundist eins og manntamálayfirvöld í landinu séu međ ámóta ţekkingu á ţví hvađ háskóli er eins og ég var ţegar ég stóđ uppi í hárinu á enskukennaranum mínum í barnaskóla.

Ţađ munu vera starfandi 8 háskólar í landinu.  Ţeir eru: Háskóli Íslands, Kennaraháskólinn, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Listaháskóli Íslands, Landbúnađarháskólinn, Háskólinn á Hólum og Háskólinn á Bifröst.  En hvađ í veröldinni er háskóli og hvernig urđu ţessir skólar ađ háskólum?  Sá elsti, Háskóli Íslands, var í fyrstu embćttismannaskóli og ţađ fyrsta sem talin var ástćđa til ađ kenna í íslenskum háskóla var guđfrćđi, lögfrćđi og lćknisfrćđi.  Međ tímanum fjölgađi námsbrautunum og smám saman varđ sú ţróun innan flestra greina Háskóla Íslands ađ hann varđ ađ allgóđum skóla fyrir verđandi vísindamenn. 

Ekki ćtla ég mér ađ rekja sögu háskólanna, enda auđfundnir betri menn til ţess heldur en sá sem hér skrifar.  Hins vegar hefur mér ekki stađiđ á sama um ţađ hvernig sumir hinna yngri háskóla hafa orđiđ til.  Landbúnađarráđuneytiđ hefur međ einföldu pennastriki stofnađ tvo háskóla úr ţeim skólum og nokkrum stofnunum sem undir ráđuneytiđ heyra.  Er ţađ ţannig sem háskólar verđa til?  Og á ţađ ađ vera ţannig?  Verđa allar skólastofnanir sem útskrifa fólk međ sérţekkingu á tilteknu starfsviđi ađ heita háskólar?  Ţekkjum viđ ekki muninn á rannsóknarháskólum og samfélagsskólum sem skila fólki međ praktíska menntun út í samfélagiđ?

Ţví miđur ţá óttast ég ađ svariđ viđ ţessum spurningum sé ekki mjög jákvćtt.  Hitt veit ég eftir ađ hafa fylgst međ störfum nokkurra starfsmanna viđ ţessa háskóla ađ ţar fer metnađarfullt fólk međ háleitar hugmyndir.  Mér finnst ţađ hins vegar afleitt ađ ţurfa ađ reiđa sig á nokkra metnađarfulla einstaklinga til ađ halda uppi skólakerfi, en ţađ er eina vonin ţegar stjórnarherrarnir hafa hvorki heildarsýn né ţekkingu á ţví sem best er gert í skólakerfinu í löndunum í kring um okkur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Ţekki svolítiđ til Landbúnađarháskólans, eđa er ţađ ekki fyrrverandi Garđyrkjuskóli ríkisins.  Ég gekk í ţann skóla, og verđ ađ segja ađ kröfurnar ţar voru ansi lágar ađ mínu mati.  Og svo var minn ekta maki í Landbúnađarháskólanum, byrjađi í garđyrkjuskólanum og var svo allt í einu komin í háskóla.  Og ég verđ ađ segja ţađ, kröfurnar hafa ekki aukist.  Alla vega finnst mér ţetta ekki vera ţćr kröfur sem ég vil gera til fólks á háskólabraut.  Og ég ćtla ekki ađ tjá mig um ţekkingu sumra sem hafa lokiđ prófi frá ţessum skóla.  Mér ţykir nefnilega vćnt um fólk.  Og ég er ekki ađ tala um manninn minn í ţví sambandi.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 8.4.2007 kl. 22:52

2 Smámynd: Guđrún Helgadóttir

Ég er hinsvegar beinn ţátttakandi í uppbyggingu Háskólans á Hólum sem er eftir atvikum elsti eđa yngsti háskóli landsins eftir ţví hvort miđađ er viđ 1106 eđa 2007. Ţađ er rétt sem ţú bendir á Sigurđur ađ í íslenskum háskólalögum er ekki gerđur greinarmunur á ţví sem t.d. á ensku vćri university, polytechnic eđa university college. Ţađ er heldur enginn greinarmunur gerđur á ţví hvort viđkomandi stofnun er rannsóknastofnun jafnframt ţví ađ vera kennslustofnun. Ţegar frumvarp til háskólalaga lá fyrir og umsagnar skólastjórnar Myndlista- og handíđaskólans sáluga var óskađ, man ég eftir ađ viđ gagnrýndum ţetta atriđi einmitt. Háskólinn á Hólum er nefnilega númer tvö af íslenskum háskólum sem ég tek ţátt í ađ fćra af einhverju óskilgreindu svćđi yfir í ramma gildandi laga um háskóla, hinn var MHÍ sem varđ ađ deild í Listaháskóla Íslands.

Ţetta er ákveđinn galli á lögunum, en ţađ segir hinsvegar lítiđ um hvernig stađan er á hinum ýmsu stofnunum sem samkvćmt ţeim geta kallađ sig háskóla uppá íslensku. Mynd- og hand átti kröfu til ţessarar skilgreiningar fyrst og fremst vegna ţess ađ hann stóđ sambćrilegum skólum erlendis jafnfćtis í kennslu á sínu sviđi og var reyndar gegnum nemendaskiptaáćtlanir Evrópusambandsins önnum kafinn viđ ađ mennta erlenda stúdenta til BFA gráđu međan hann sjálfur mátti ekki veita slíka.

Háskólinn á Hólum kallar sig reyndar Hólar University College uppá ensku ţar sem ţar eru einungis ţrjár deildir og ţví langt í land ađ vera sú alfrćđistofnun sem university stendur fyrir. Hins vegar hefur metnađur okkar lengi stađiđ til ađ vera í fremstu röđ á ţeim sviđum sem viđ stundum rannsóknir og kennslu á, ţví leggjum viđ mikla áherslu á ađ standast jafningjamat innan háskólasamfélagsins og á gćđi kennslunnar.

Áhyggjur af fjölda stofnana eru ađ mínu mati ekki ţađ sem ćtti ađ vega ţyngst í umrćđunni um íslenska háskóla heldur hitt hvernig ţeim gengur ađ uppfylla kröfur um gćđi kennslu og rannsókna annarsvegar og hinsvegar hvernig ţeim gengur ađ verđa hluti af ţví menntasamfélagi sem íslenskir háskólanemar eiga ađ hafa greiđan ađgang ađ hvar sem ţeir eru í sveit settir. Til ţess ađ byggja ţetta menntasamfélag ţarf háskólafólk ađ leggja nokkuđ á sig í samstarfi, hugsa íslenska háskóla  meira eins og klasa fyrirtćkja sem vissulega á í samkeppni en mun aldrei standa sig í henni nema međ samstarfi.

Fjöldi háskóla er engin ógnun viđ ţekkingarsamfélagiđ, hitt er alvarlegri ógnun ađ um 40% íslendinga á vinnumarkađi hefur ađeins lokiđ grunnskólaprófi. Ţví meira og ađgengilegra námsframbođ á framhalds- og háskólastigum ţví betra.

Guđrún Helgadóttir, 9.4.2007 kl. 12:42

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Mig undrar, ađ Landbúnađarskólinn á Hvanneyri skuli ekki vera háskóli, ţví ađ ţar hafa starfađ margir góđir og metnađarfullir frćđimenn.Stóra spurningin er, hvađ kröfur eru settar til ađ skóli geti kallast háskóli og standi undir ţeirri nafnbót á alţjóđamćlikvarđa.Ţađ er engum gerđur greiđi, hvorki nemendum né stjórnendum (kennurum) međ ţví ađ leyfa ađiljum ađ skreyta sig međ "stolnum" fjöđrum. Viđ ćttum ađ reyna ađ kynna okkur reglur annarra ţjóđa í ţessum efnum, áđur en viđ sitjum uppi međ of marga annars flokks háskóla.

Međ góđri kveđju frá Siglufirđi, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 9.4.2007 kl. 12:56

4 identicon

Landbúnađarháskóli Íslands varđ til viđ sameiningu Garđyrkjuskólans, Rannsóknarstofnun Landbúnađarins og Landbúnađarháskólans á Hvanneyri - ţannig ađ skólinn á Hvanneyri er orđinn háskóli

Ţađ hefur mikil gerjun orđiđ hvađ varđar háskólamenntun á Íslandi síđustu ár. Ţađ er gott - en ađ sama skapi er ég algjörlega sammála Sigurđi ađ ţađ ţurfi ađ gćta sín í öllum ţessum hamagangi ađ gengisfella ekki háskólamenntunina. Sú reynsla sem ég hef haft af háskólakennslu, sem er viđ tvo af ţessum 8 háskólum, en ţó ađallega viđ HÍ, segir mér ađ ýmislegt mćtti bćta í innra eftirliti til ađ tryggja gćđi skólastarfsins.

Auđur H Ingólfsdóttir (IP-tala skráđ) 9.4.2007 kl. 18:13

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég var í Mynd og hand og man vel eftir ţví ţegar byrjađ var ađ tala um ađ skólinn ćtti ađ verđa háskóli. Síđar fór ég í islensku í Háskóla Íslands en hćtti ţegar mér bauđst kennarastađa í myndlist og fl. viđ ákveđinn framhaldskóla. En ég međ mína menntun úr Mynd og hand var skilgreind sem vćri ég ţegar háskólamenntuđ ţegar ég innritađi mig í HÍ ţar  sem  ég  hefđi veriđ í MHÍ.

Nú er barnabarn mitt sex ára steluskott ađ byrja í Landakotsskóla. nćsta haust. Hún mun lćra ensku og frönsku ţar í fyrsta bekk eftir ţví sem mamma hennar segir mér. Ţađ er aldeilis munur.

Svava frá Strandbergi , 10.4.2007 kl. 00:29

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég var í Heimspeki viđ Háskóla Íslands og síđar lauk ég BS námi í Danmörku...kröfurnar í HÍ voru svo sannarlega ekki síđri!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.4.2007 kl. 18:56

7 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Ég hef einmitt velt ţessu pínu fyrir mér, ţar sem ég útskrifađist úr tölvunarfrćđi frá Háskólanum í Reykjavík, sem hefur oft legiđ undir mjög ósanngjarnri gagnrýni frá Háskóla Íslands. HÍ gat ekki skiliđ ađ ţađ vćri hćgt ađ kenna tölvunarfrćđi međ öđruvísi áherslum en HÍ var međ á ţeim tíma, og ţótti ţví HR ekki merkilegur pappír. Ţađ er ţví undarlegt ađ horfa á stöđuna í dag, ţar sem langtum stćrsti hluti rannsókna í tölvunarfrćđi fara fram viđ HR, stjórnendur eru ađ flytja sig frá NASA til ađ taka viđ tölvunafrćđi deildinni ţar, og stór hluti ţeirra sem eru međ doktorsgráđu í faginu eru starfsmenn skólans -- og nćstum allir ađ vinna viđ rannsóknir.

Í masternum mínum var ég í University og Alberta í Kanada, og í DTU í Danmörku sem eru báđir mjög góđir og virtir skólar. Ég fullyrđi ađ HR hafi ekki veriđ mikiđ síđri en ţeir skólar, og ţađ er alveg ljóst ađ ţađ er veriđ ađ leggja mikinn metnađ viđ ađ gera enn betur, og međ ţessu starfsfólki sem er ţar ţá er ég viss um ađ ţetta verđur tölvunarfrćđideild á heimsmćlikvarđa.

Ţess vegna er ég orđinn mjög skeptískur á ţađ ţegar talađ er um ađ ríkiđ verđi ađ setja meiri kröfur og ađ hitt og ţetta nám sé mögulega ekki háskólanám; skólarnir og stjórnendur ţeirra sem hljóta ađ vita best hvernig á ađ reka skólana sína, og ţađ er ţá frekar markađarins ađ ráđa hvort ţessi skólastofnun getur stađiđ undir nafni eđa ekki. 

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 10.4.2007 kl. 21:38

8 Smámynd: Svava S. Steinars

Spurningin er - ţarf öll menntun ađ vera á háskólastigi ?  Í löndunum í kringum okkur er ákveđin menntun ekki á háskólastigi s.s. geislafrćđinganám (áđur röntgentćknir ţegar ekki á háskólastigi) og lífeindafrćđinganám (meinatćknir ţegar námiđ var ekki á háskólastigi).  Viđ lengjum ákveđiđ nám til ađ háskólavćđa ţađ en er ţađ nauđsynlega skref til framfara ? Er menntun einskis virđi nema hún sé á háskólastigi ?  Viđ ţurfum ađ spyrja okkur ţeirrar spurningar áđur en lengra er haldiđ.  Dýrkun okkar á háskólanámi hefur rýrt gildismat okkar á verkmenntun.  Verđum viđ ađ búa til Verkmenntaháskóla Íslands og útskrifa smíđafrćđinga og rörafrćđinga til ađ fólk fari í slíkt nám ? 

Svava S. Steinars, 12.4.2007 kl. 01:12

9 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Ţetta er ţarft spjall hjá ţér.  Mig langar í ţessu sambandi til ađ segja frá atviki, sem átti sér stađ fyrir margt löngu, á öldurhúsi í Reykjavík.  Ţéttsetinn bekkurinn.  Međal ţeirra, sem ţarna vćttu kverkarnar voru nokkrir menntamenn, ađalega lögfrćđingar og sagnfrćđingar.  Eitthvađ voru sumir ţeirra ađ rćđa sín frćđi, eins og gengur og gerist.  Kunningi minn einn, sem ţarna var staddur, ţekkti flesta af ţessum ágćtu mönnum, ţótt ekki hefđi hann setiđ međ ţeim á skólabekk, enda var hann verkamađur.  Ţetta var gamansamur náungi og ölćr vel.  Ţar kom, ađ honum ţóttu staupfélagar sínir gera heldur mikiđ úr sinni menntun.  Tilkynnti hann ţá hátt og snjallt, ađ sjálfur vćri hann engu minni menntamađur en ţeir, hann vćri nefnilega stúd alk.  Var góđur rómur gerđur ađ orđum hans.

Árum saman hafđi ţessi ágćti mađur unniđ í plastverksmiđju og vissi ekki betur, en hann vćri iđnverkamađur. En eitt sinn, ţegar hann las launaseđilinn sinn, skömmu eftir gerđ kjarasamninga, tók hann eftir ţví, ađ hann var ekki lengur skráđur sem verkamađur, heldur plasttćknir. Ţessi svo kallađa „nafnbót" hćkkađi launin hans, samkvćmt nýju samningunum. Er ţađ ekki einmitt ţetta, sem hluti ţess, sem nú er fariđ ađ kalla háskólanám gengur út á?

Ţessi ţróun er ekki sér íslenst fyrirbćri.  Ţannig eru Englendingar farnir ađ skipta háskólagengnu fólki í tvo flokka, ţ.e.a.s. trained people og educated people, sem útleggst; ţjálfađ fólk og menntađ.  Ţeir gera sem sagt greinarmun á sérhćfđri starfsţjálfun og akademískri menntun.  Ţađ gerum viđ ekki hér á Fróni.  Ţví miđur.

Pjetur Hafstein Lárusson, 12.4.2007 kl. 11:33

10 Smámynd: Hafsteinn Viđar Ásgeirsson

Góđ grein Sigurđur og gagnleg og góđ umrćđa...

Hafsteinn Viđar Ásgeirsson, 12.4.2007 kl. 13:58

11 Smámynd: Guđný Anna Arnţórsdóttir

Góđ umrćđa. Ţörf er fyrir öflugra verknám á Íslandi og vel skilgreinda skóla og námsbrautir. Endalaust snobb okkar og dýrkun á svokallađri "ćđri" menntun er afdalamennska. Háskóli Íslands er gífurlega metnađarfullur háskóli og ţađ er mál manna og reynsla, ađ nemendur međ BA og BS próf ţađan, séu sérdeilis vel undirbúnir fyrir MA og MS próf erlendis, t.d. í USA. Sjálf hef ég reynslu af ţví.

Guđný Anna Arnţórsdóttir, 12.4.2007 kl. 23:15

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Í sambandi viđ athugasemd  Pjeturs Hafsteins Lárussonar rifjađist upp fyrir mér svipuđ saga og hann segir frá. Eldri brćđur mínir tveir fóru eitt sinn saman á Hótel Borg . Sá eldri var á ţeim tíma ađ lćra lćknisfrćđi viđ Háskóla Íslands, en hinn yngri var sjómađur og mikill ćringi.

Settust ţeir  brćđur  viđ borđ hjá vini eldri bróđurins og var sá mađur einnig lćknanemi viđ Hí.  Sá mađur stóđ upp ţegar yngri bróđir minn ćtlađi ađ setjast viđ borđiđ, rétti honum hendina og sagđist heita Jón Jónsson stud med. Ţađ stóđ ekki á svarinu  hjá bróđur mínum. Hann heilsađi manninum međ virktum og sagđi ađ bragđi. Já, komdu sćll, Yngvi Ţór Guđjónsson heimsmet. 

Svava frá Strandbergi , 13.4.2007 kl. 21:30

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

svo satt...svo satt

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.4.2007 kl. 23:46

14 Smámynd: Steingerđur Steinarsdóttir

Skemmilegur pistill hjá ţér. Ég er hins vegar svo léttúđug ađ ţađ eina sem ég man úr enskutímum í gamla daga var ţegar viđ lásum texta um Jim sem var bachelor. Pétur Ormslev var í kjölfariđ spurđur ađ ţví hvort hann vćri married. Pétur svarađi: No I am a barbeque. Ţetta fannst mér hryllilega fyndiđ en ţar sem ég var ekki í náđinni hjá kennaranum Arngrími Jónssyni var ég send til skólastjóra. Pétur gat alveg fyrirgefiđ mér flissiđ.

Steingerđur Steinarsdóttir, 15.4.2007 kl. 01:10

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband