Gat nú verið

Tek heilshugar undir með Guðna Ágústssyni.  Hvurnig er það með þessa Samfylkingu?  Veit hún ekki hvurnig hækjur eiga að haga sér?  Hvað á það að þýða að vera að draga fram sína eigin stefnu.  Þetta gerðum við Framsóknarmenn aldrei í þau 12 ár sem við störfuðum með Sjálfstæðismönnum.  Enda var samstarfið afar farsælt.
mbl.is Samfylking hrærir í blóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu sem sagt að segja að framsóknarflokkurinn hafi verið viljalaust verkfæri sjálfstæðisflokksins? Kýs ykkur í næstu kosningum, ekki vafi.

Markús Máni (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 18:28

2 identicon

Já gamann að heyra, nú vilja framsóknarmenn meina að þeir hafi ekki tekið neinar ákvarðanir í stjórnarsetu sinni með Sjálfstæðisflokknum, en þegar allt gekk vel og atvinnuleyis hvarf á Íslandi þá var það allt ykkur að þakka.

 Mikið er maður ánægður að hafa aldrei kosið ykkur sveitamenn

Sigurður Hjaltested (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 07:20

3 Smámynd: Þórhallur

Ég get bara ekki leynt því hversu óvenju ógeðfellt er að hlusta á framsóknarmenn núna. Maður sér þá fyrir sér þar sem þeir aka sér í stólnum, núa saman höndum, og geta ekki beðið eftir því að komast að kjötkötlunum með sjálfstæðismönnum. Þeir ætla semsagt að reyna að komast í ríkistjórn með sjálfstæðisflokknum, þó þeir hafi nánast ekkert fylgi, eftir illa meðferð á sjóðum ríkisins, með sjálfstæðisflokki undanfarin ár. Þeir sjá væntanlega ekkert að því að verða ráðherrar án fylgis þjóðarinnar. Samningsstaða þeirra við sjálfstæðismenn væri auðvita engin, en það breytir auðvitað ekki neinu fyrir flokk sem engöngu sækist eftir feitum embættum fyrir sína flokksmenn. mér hefur aldrei líkað við svona hýenur, og með þessu tryggja þeir slæmt gengi flokksins síns enn betur. Mjög ógeðfellt.  

Þórhallur, 16.10.2008 kl. 08:21

4 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Sigurður Ásbjörnsson, 16.10.2008 kl. 08:23

5 Smámynd: Skarfurinn

Stór merkilegt að heyra framsóknarmenn tala um HÆKJUR, þar tala aldeilis menn með reynsluna. Flokkurinn er sem betur fer að þurrkast út en kjafturinn verður sífellt grófari.

Skarfurinn, 16.10.2008 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband