10.2.2007 | 18:14
Ríkisrekið stóðlífi
Þessi pistill er ekki um málefni Byrgisins ef einhverjir hafa lesið þannig í fyrirsögnina þá verða þeir hinir sömu fyrir vonbrigðum. Ég ætla mér að fjalla um hluta landbúnaðarins en ekki rekkjubrögð misyndismanna.
Eins og kunnugt er gerðu sauðfjárbændur og landbúnaðarráðherra með sér nýjan samning fyrir skömmu: Að sinni ætla ég ekki að fjalla um þann samning. Þess í stað ætla ég að fjalla um aðra búgrein, nefnilega hrossaræktina. Hrossaræktin er sú búgrein sem hefur tekið heljarstökk fram á við á fáeinum áratugum. Flest það sem gerst hefur í þessari búgrein hefur átt sér stað án afskipta ríkisins. Auðvitað hafa menn rekið sig á og ráðist í verkefni sem voru illa ígrunduð og vart rekstrarlegar forsendur fyrir. Dæmi um slíkt er reiðhöllin í Víðidal í Reykjavík.
Hin jákvæða þróun í hrossaræktinni þar sem greinin hefur þróast yfir í mikla fagmennsku og alvöru atvinnugrein án afskipta ríkisvaldsins hefur gengið án afskipta ríkisvaldsins. Ég veit ekki hvernig á því stendur en það er eins og þessi þróun fari í taugarnar á landbúnaðarráðuneytinu. Í stað þess að notast við hrossaræktina sem fyrirmynd fyrir aðrar búgreinar og draga úr ríkisstyrkjum til þeirra þó ekki væri nema skref fyrir skref á ákveðnum aðlögunartíma þá hefur landbúnaðarráðherra lagt sig fram með ráðum og dáð við að koma hrossaræktinni á jötuna. Um þetta eru mörg dæmi, ég minni á hið undarlega embætti, umboðsmaður íslenska hestsins, launað hestalandslið, 330 milljónir í 28 reiðhallir vítt og breytt um landið.
Ég held það væri landbúnaðarráðuneytinu hollt að staldra við og rifja upp hvert hlutverk ríkisvaldsins, a.m.k. endrum og sinnum.
Athugasemdir
Sæll Sigurður.
Ég er innilega sammála þér í þessu efni og maður átti ekki orð yfir umboðsmanni hestsins satt best að segja.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 11.2.2007 kl. 00:10
hehe.. athyglisverður punktur.. Ég man reyndar eftir því að samið var um við Normenn um niðurfellingu á tollum fyrir íslenska hestinn í staðin fyrir að niðurfellingu á tollum á Maarud flögum til íslands.. Ég veit ekki betur en að þessi samningur sé enn í gildi...
Ingi Björn Sigurðsson, 11.2.2007 kl. 17:48
Bæði eldri borgarar og fatlaðir hafa óskað eftir umboðsmanni en ekki fengið. Því er gott að rifja upp þetta með umboðsamann hestsins. Flott framtak!!!
Björk Vilhelmsdóttir, 11.2.2007 kl. 18:04
Eldri borgarar og fatlaðir eiga líka fæstir
hesta.
Svava frá Strandbergi , 11.2.2007 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.