Ég er feginn að það var ákveðið breyta húsinu ekki í álver

Heilsuverndarstöðin er með fallegri húsum á landinu.  Samt sem áður má það heita undarlegt þar sem þar ægir ýmsu saman, t.a.m. stórundarlegar brýr á sívölum súlum, sitt á hvað hringlaga eða ferkantaðir gluggar, þríhyrnur og spírur.

Þegar fyrir lá að það átti að selja húsið þá var ég hugsi yfir því hvers konar starfsemi færi best í húsinu.  Mér fannst margt koma til greina en fannst brýnast af öllu að ytra form hússins fengi að halda sér.  Einhvern veginn fannst mér hótel fremur ólíklegur kostur þar sem ég taldi að vart yrði hægt að bjóða nægjanlega mörg gistirými til að nauðsynlegar breytingar borguðu sig.  Veitingastaður ásamt einhverju öðru taldi ég líklegt að yrði ofan á.  En alltént er ég feginn að eigendurnir ætla sér ekki að breyta húsinu í álver.


mbl.is Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg verður hótel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehehhehehe, sammála!

Guðríður Haraldsdóttir, 20.2.2007 kl. 19:43

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Eins gott að það verður ekki álver.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.2.2007 kl. 20:39

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég var búinn að skrifa athugasemd, en datt út úr innskráningu á meðan, svo að ég neyðist til

að skrifa hana aftur, bless á meðan.KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 21.2.2007 kl. 11:48

4 Smámynd: Anna Sigga

Jæja, segðu!!

Anna Sigga, 21.2.2007 kl. 14:25

5 identicon

 Fín grein

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband