Er viturlegt að líma drulluna niður?

Almennt eru tiltækar þrjár aðferðir til að takast á við mengun umhverfisins.  Sú fyrsta gengur út á það að ráðast að uppsprettunni og koma í veg fyrir mengun.  Önnur gengur út á það að beita aðferðum til að draga úr áhrifum mengunarinnar með ýmsum hætti.  En sú síðasta felst í því að lappa upp á þau einkenni sem af menguninni hlýst.  Almennt þykir það góð latína að beita þeirri aðferð sem fyrst var talin.  Sú nálgun telst ein af meginreglum umhverfisréttar og hljóðar svo í frumvarpi umhverfisráðherra til laga um meginreglur umhverfisréttar sem lagt hefur verið fram á Alþingi: 

 4. gr.
Lausn umhverfisvandamála við upptök.

    Umhverfisvandamál skal eins og kostur er leysa þar sem þau eiga upptök sín.

 

Nú berast af því fréttir að framkvæmdasvið Reykjavíkur hafi tekið nýja tækni í hendur til draga úr svifryki, þ.e. að sprauta einhvers konar saltpækli sem ætlað er að binda rykið.  Ég leyfi mér að halda því fram að þessi aðferð sé ekki í samræmi við þær línur sem umhverfisráðherra hefur boðað í frumvarpi sínu.  Engu að síður vona ég að þessi tilraun framkvæmdasviðs borgarinnar skili árangri og aðgerðin nái að slá á verstu púlsana þegar veðurskilyrði eru þannig að mest hætta er á að svifryk fari yfir heilsufarsmörk.


mbl.is Götur í Reykjavík rykbundnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þór Bragason

En er þetta ekki svipað og að ryksjúga rykið upp? Að binda það og láta síðan rigningarvatnið taka það með sér næst þegar rignir. Eða er verið að bæta í efnum sem menga enn frekar? Hvað segir jarðfræðin um það? Eru þetta vond efni sem er verið að bæta þarna við? Vond fyrir það umhverfi sem þau að lokum hafna í?

Birgir Þór Bragason, 27.2.2007 kl. 19:23

2 identicon

Stundum kallað "rörendalausnir" (end of pipe solutions) og almennt ekki talin skynsamleg leið svona a.m.k. ekki til lengdar.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 20:44

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Lekur ekki öll drullan ofan í jörðina svo og síðan út í sjó? Hve lengi tekur sjórinn við eiginlega?

Svava frá Strandbergi , 27.2.2007 kl. 23:01

4 identicon

skammtímalausn .... ?? Er það ekki alltaf lausn yfirvalda í svona málum ... fá okkur til að gleyma .. hætta að kvabba

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 01:19

5 Smámynd: Haukur Kristinsson

rosalega eruð þið neikvæð, eitthvað gert og allir verða með lausnir sem eru betri en þessar??? skrítið að þær hafi ekki komið fyrr, eða ekki, R listinn var við völd svo skiljanlegt að ekkert var gert í umhverfismálum, var bara saumaklúbbur nokkura kvenna

Haukur Kristinsson, 28.2.2007 kl. 04:35

6 identicon

Ég er viss um að borgaryfirvöld bíða eftir endanlegri lausn á þessu vandamáli frá okkur öllum. 

Er ekki eina leiðin til að koma í veg fyrir svifrykið að banna bílaumferð?
(Það má kannski minnka þetta með því að banna nagladekk.   )

Einu lausnirnar sem ég sé er að binda rykið eða fjarlægja það (sópa eða skola burt).

Þetta er leiðinda vandamál.  Erfitt að leysa þannig að allir séu sáttir.  Svo verður líka að taka kostnað inn í málið.  Það er ekki hægt að henda endalausum peningum í þetta.

Ég styð það að þessi leið sé amk. prófuð og séð hvernig þetta kemur út fyrir umhverfið og fjárhaginn.   

Ra (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 10:20

7 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Thad er mikid vit í öllu ofangreindu. Sjórinn tekur lengi vid, en í upphafi var hann

eimad vatn. Smám saman kólnadi jördin, en  thad ringdi áfram og regnid leysti upp ýmis audleysanleg sölt  úr berginu. Thannig vard sjórinn saltur og verdur ennsaltari  med tímanum.Best vaeri ad banna nagladekk sem fyrst á SV-horninu.

Med gódri kvedju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 28.2.2007 kl. 16:06

8 identicon

Vigfús Eyjólfsson (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 22:43

9 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Hvað eru það margir dagar á vetri þar sem er nauðsynleg þörf fyrir nagladekk þarna á Torfunni???  Ég efast um að þeir nái einum tug.

Því er það skynsamlegast og ódýrast fyrir alla að sleppa nagladekkjunum´....

Eiður Ragnarsson, 1.3.2007 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband