Valdið það er mitt!

Og ef þið trúið mér ekki þá skuluð þið spyrja Davíð.  Það gerði ég!

Auðvitað ráðfærði ég mig við lögmann um umboð mitt.  Ég fann auðvitað þann sem hafði mesta hagsmuni af því að REI málið rynni í gegn.  Ég var heppinn.  Hann er fyrrverandi borgarlögmaður. 

Síðan vil ég að það komi skýrt fram að ég játa og hef játað fyrr að ég gerði mistök.  Ég fór of geist.  En  þar með hljótið þið öll að skilja að ég myndi gera þetta allt aftur, en kannski örlítið hægar.

En örvæntið ekki ég fæ tækifæri til þess að endurtaka leikinn eftir 13 mánuði þegar ég tek við af Ólafi F. 


mbl.is Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Villi hlýtur að vera með sérstaklega hannaða axlapúða. Ekki einleikið, hvað maðurinn getur axlað mikla ábyrgð...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 11.2.2008 kl. 17:12

2 identicon

Valdalaus er hann Villi,honum er stjórnað af furstum í þjóðfélaginu,líkt og Ólafi F.Það kæmi mér ekki á óvart að aðal-oligarkinn heiti Davíð Oddsson,ég vona að ég hafi rangt fyrir mér.Var að horfa á heimildarmynd í Ríkissjónvarpinu hans Páls Magnússonar í kvöld,um völd Pútíns í Rússlandi,stjórnunarhættir í myndinni minnti mig á það að enginn þorir í Ósjálfstæðisflokknum nema að spyrja AÐAL,að því hvað þeir eiga að gera,og mega ekki gera en vonandi er þetta samt ekki svona eða hvað?

jensen (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 22:09

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek hér undir með hr. Jensen. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2008 kl. 10:55

4 Smámynd: corvus corax

Þetta er örugglega alveg rétt hjá hr. Jensen, Villa greyinu er stjórnað af illum öflum, þeim máttugustu í sjálfgræðgisflokknum. Hvað er annars að axla ábyrgð? Ég vann einu sinni með stúlku sem sagði alltaf þegar mistök og klúður áttu sér stað á vaktinni hennar, "þetta er ekkert mál, ég tek þetta alveg á mig. Ég axla ábyrgðina". Búið, hvað svo? Er þá bara allt í lagi? Heitir þetta að axla ábyrgð? Bara nóg að segjast gera það og á þá bara allt að vera í lagi? Þetta er eins og að kyssa á bágtið hjá börnunum, þá batnar allt! Ég er kannski bara svona vitlaus að fatta ekki trixið í þessu. Vill einhver taka ábyrgð á mér?

corvus corax, 12.2.2008 kl. 13:41

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hann á svona líka öflug axlabönd sem dodson gaf honum í afmælisgjöf..... hann getur axlað alveg endalaust.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.2.2008 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband