Kannski er besta ráðið við þessum vanda að draga úr barneignum

Ef marka má hefðbundin viðbrögð.  Þá reyna menn ekkert til að stöðva upptök ryksins, en finna sér krókaleiðir til að slá á einkennin.
mbl.is Börnin ekki út suma daga vegna svifryks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Það er allavega fremur ólíklegt að núverandi stjórnarmeirihlutar - hjá ríki og borg - geri nokkuð í málunum. Hjá þeim er einkabílinn guð og ekkert má gera til að stuðla að öðrum samgöngumöguleikum fólks.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 15.2.2007 kl. 23:38

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hef áhyggjur af barnabarni mínu. Leikskólinn hans er við umferðargötu og leikvöllurinn snýr að götunni.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.2.2007 kl. 01:27

3 Smámynd: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

já hætta þessari vitleysu - bara setja skírlífsbelti á lýðinn... hvað annað er hægt í stöðunni?

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 16.2.2007 kl. 01:51

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvernig ætli það sé, nú er ég ekki að mæla þessum vanda bót.  En hefur ekki maðurinn ótrúlega aðlögunarhæfileika.  Ég hef verið í nokkrum stórborgum til dæmis Mexícó citý sem sennilega er með menguðustu borgum heims, þar sem hún lúrir reyndar hátt uppi en umkringd fjallahring.  Þar er fullt af litlum börnum allstaðar.  Það er ef til vill ekki bara svifryk en það liggur mökkur yfir borginni á góðum degi. 

Ég var nýlega í Vín og nefið á mér og hálsinn var orðin fullur af einhversskonar ryki.  Ég fæ alltaf svoleiðis þegar ég dvel í stórborgum.  Held að það sé vegna þess að ég er dreyfbýlistútta og hef ekki myndað ónæmi fyrir þessu ryki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2007 kl. 10:31

5 identicon

draga ú barneignum það er málið ..... færri börn til að hafa áhyggjur af í framtíðinni þegar allar þessar umhverfishryllingsspár rætast

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 12:36

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Víða erlendis er tekið á þessu svifryksvandamáli með því að spúla götur reglulega. Ef það ætti einhversstaðar vel við væri það hér á landi. Nóg vatn og til þess að gera auðvelt að minnka þetta eitthvað að minnsta kosti. Þó engir væru naglarnir væri samt talsverð mengun vegna þessa. Allt saltið sem ausið er á götur í snjó og hálku verður að ryki og þyrlast upp þegar götur eru auðar og frystir. Með reglulegum götuþvotti mætti ef laust bæta þetta eitthvað.

Halldór Egill Guðnason, 16.2.2007 kl. 14:32

7 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Kannski er svifrykið eins konar óbein getnaðarvörn!

Sigurður G. Tómasson, 16.2.2007 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband