Misskemmtilegir bloggvinir

Eins og gestir og gangandi geta séð á stikunni hérna til vinstri þá á ég reiðinnar býsn af bloggvinum.  Sumir þeirra eru meinlega fyndnir og ég lít í heimsókn þegar ég vil létta lundina.  Dæmi um slíka, sem mér þykja fá skammarlega fáar heimsóknir, eru: hognason sem kveður um dægurmálin, prakkarinn sem stílar lipurlega og síðast en ekki síst haglabyssa sem á það til að skjóta í allar áttir og það verður gaman að fylgjast með hvar grjónin lenda.  Síðan kemur það stundum fyrir mig að ég gleymi mér inni á amerísku tíðindunum á freedomfries.

 

Ég hvet ykkur til að benda á fleiri af sama meiði.  En einnig megið þið fræða mig um hvernig standi á vinsældum þeirra sigmarg og stebbifr sem ég botna ekkert í þar sem ég hef aldrei rekist á neitt áhugavert frá þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Takk fyrir góðar ábendingar! Þessi Már Högnason er með ótrúlega flottar vísur!

- Guffi

Guðfinnur Sveinsson, 24.2.2007 kl. 00:44

2 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Ég gengst fúslega við því að Már Högnason hefur iðulega reddað deginum.  En þegar ég horfi á teljarann hjá honum þá verð ég iðulega hissa, þar sem fáir mæta í heimsókn, en Már á skil meiri athygli en hann hefur uppskorið.  Hann er flínkur og fyndinn.

Sigurður Ásbjörnsson, 24.2.2007 kl. 01:45

3 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Þú gleymdir að minnast á mig! En ég fæ nú svona 100 heimsóknir á dag þannig að ég þarf kannski ekki að kvarta. :-)

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 24.2.2007 kl. 09:19

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Sem betur fer eru mínir ekki fleiri en það að ég get litið inn til festra daglega. Hér mða kvitta ég hjá þér. Eins og Guðmundur k ivtta ég yfirleitt ekki á frétta og stjórnmálalegar greinar. Aðrir geta gert það.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.2.2007 kl. 11:01

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

http://katrinsnaeholm.blog.is/blog/katrinsnaeholm/ Hér er ein sem ég fíla í tætlur.  Hún er gefandi og skemmtileg og uppfinningasöm.  Annars eru margir góðir hérna, Jón Steinar prakkari er agjör perla að mínu mati.  Jens Guð til dæmis ef maður hefur áhuga á músik. Og margir fleiri sem ég hef kynnst hérna. 

Hvað varðar Stefán og Sigmar, og fleiri sem flagga oft þarna fremst skil ég ekki. En þeir eru í einhverskonar goodwille klíku.  Mér er reyndar slétt sama.  Ég á marga góða og skemmtilega bloggvini sem er handhægt að fletta upp, og það geri ég og reyni að svara þeim og segja mína meiningu. 

En ég er reyndar alveg græn á þessu svæði.  Hef aldrei bloggað fyrr.  Fór hér inn af persónulegum ástæðum, til að leiðrétta lygi og allskonar ásakanir á Frjálslynda flokkinn, sem hefur legið undir óréttmætum athugasemdum og lítið skeytt um sannleika né heiður fólks.  En svo hef ég líka margt til málanna að leggja að eigin mati

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2007 kl. 12:31

6 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Segi það sama og Ásthildur, er nýgræðingur í þessu. Finnst samt verra þegar notendanafnið er ekki í neinum tengslum við nafn viðkomandi eins og haglabyssa og fleira í þeim stíl. Held ég hafi tilhneigingu til að skoða það síður, en veit samt ekki þar sem ekki svo mikil reynsla er komin á þetta hjá mér.

Kolbrún Baldursdóttir, 24.2.2007 kl. 12:43

7 Smámynd: Elfur Logadóttir

Ég er greinilega að misskilja eitthvað þetta bloggvinakerfi.

Ég kvitta aldrei fyrir komu minni og ætlast ekki til þess að fólk kvitti hjá mér. Ég skil það sem svo að þeir sem óska eftir að gerast bloggvinir mínir geri það vegna þess að þeir hafi áhuga á að fylgjast með því sem ég skrifa og það sama gildir um mig, ég óska eftir að gerast bloggvinur hjá öðrum vegna þess að ég hef áhuga á að fylgjast með því sem þeir skrifa.

Annars notast ég líka við góða söfnunarsíðu stjórnmálanna, sem safnar saman bloggfærslum á mun skilmerkari máta en hér er gert og þess vegna hef ég ekki óskað eftir bloggvinatengslum við alla sem ég hef áhuga á að lesa, því ég les þá í gegnum Tíðarandann

Varðandi vinsældir sigmars og stebbafr þá er annar meinfyndinn á köflum og hinn ótrúlega duglegur. Ég féll endanlega fyrir blogginu hans Sigmars síðasta sumar þegar ég las bænina hans í tengslum við HM í fótbolta, en mér finnst hann ekki alltaf góður - eins og gengur. Stebbifr er ótrúlega duglegur bloggari og þrátt fyrir að hann skrifi að sjálfsögðu í gegnum sín sjálfstæðisgleraugu, þá sé ég oft hjá honum betri fréttaskýringar en fjölmiðlarnir hafa um efnið - þess vegna glugga ég í efnið hans.

Elfur Logadóttir, 24.2.2007 kl. 13:01

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þú segist hissa Sigurður. Þú um það. Ég skrifa um það sem ég hef áhuga á að skrifa um. Stundum er það mikið hvern dag en stundum lítið. Þeir lesa sem vilja bara. Ég er einn mjög margra hérna og hef aldrei verið efstur á leslistanum hérna en stundum á topp tíu, annars er ég einn þeirra sem spái ekki í topplista. Ég skrifa um það sem brennur mér á hjarta, mínar pælingar í gegnum daginn. Þetta er mín skoðanaveita sem ég hef gaman af að virkja, myndi ekki nenna að standa í þessu nema vegna þess að ég hef gaman af að skrifa og tjá mig. Þetta er lifandi vettvangur og mikið fjör. Það skiptir miklu máli. Annars hef ég alltaf skilið bloggvinakerfið þannig að það sé fólk sem vilji lesa vefi hvors annars og hef í gegnum tíðina aðeins valið mér bloggvini sem ég vil lesa.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.2.2007 kl. 13:28

9 identicon

Öðru hverju orð í belg

einhver legg þó hann sé smár.

Ef vinir mínir vaða elg

vil  ég það líka. Kveðjur. Már.

Már Högnason (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 19:52

10 Smámynd: Ester Júlía

Kæri nýji bloggvinur.  Mér finnst svo gaman að fá athugasemdir og ég les alltaf færslur bloggvina minna.  Ég kvitta ef ég hef eitthvað að segja eða ef mér finnst áhugavert það sem færslan inniheldur en stundum er ég ekki inní málunum eða það heillar mig ekki sem rætt er um.  Þá læt ég vera að kvitta.   

Og svo skrifa ég að sjálfsögðu oft athugasemir í blogg annara þótt þeir séu ekki endilega bloggvinir mínir.  

    

Ester Júlía, 24.2.2007 kl. 22:20

11 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

SEgi eins og Ester ef greinin heillar mig ekki kvitta ég ekki. Vil benda Elfur á að það er gott að fá kvitt og að vita ða bloggvinirnir líti inn. Þá veistu að þú ert ekki bara að tala við sjálfa þig.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.2.2007 kl. 22:46

12 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Persónulega finnst mér að teljarinn eigi að duga í stað innlitskvitts.  Hins vegar reyni ég að senda e.k. hrós þegar mér finnst pistlahöfundur sýni framúrskarandi takta.  En ég verð að játa að ég er mjög spar á hrósin.

Sigurður Ásbjörnsson, 24.2.2007 kl. 22:50

13 identicon

Már er sniðugur en þú mátt ekki að vanmeta blogggildi Stefáns Friðriks.  Ég renni ekki yfir síðuna hans til að kitla hláturtaugarnar heldur til þess að átta mig á þankagangi framámanna í Sjálfstæðisflokknnum en hann er ágætt norm á það.

Ég les hins vegar sjaldan og nánast aldrei Sigmar - Ég hef aldrei náð neinum takti við þau skrif.  Sigmar er fínn í sjónvarpi en ég hef það á tilfinningunni að starfið skorði af skrif hans á opinberum vettvangi

Sigurjón Þórðarson (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 22:52

14 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Held að það séu mjöööög margir sem sanka að sér blogg"vinum" eingöngu til að hafa langa runu á síðunni sinni og fá teljarann í gang- gefa svo akkúrat ekkert á móti. Sérstaklega þeir sem nota bloggið til að afla sér pólitískra vinsælda..  bauna svo inn 5 -15 færslum á dag og flestar linkaðar á fréttir. Allir linka á sömu fréttina og hafa sjaldnast nýjan vinkil á hana.. bara blaður um ekki neitt eða flokkinn sinn! 

Sigmar hefur þó húmor og skrifar nánast alltaf um eitthvað annað en fréttir 

Heiða B. Heiðars, 26.2.2007 kl. 01:30

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er afskaplega ánægð með alla bloggvinina mína, en það eru bara tveir eða þrír sem ég hef sjálf beðið um, hinir hafa bankað uppá og viljað vera mem.  Og mér finnst það svo gaman.  Og ég er alveg bara sæl með að hlú að þessum bloggvinum mínum fyrst og fremst.  Þar er ég með tengla inn á fleiri frábæra penna sem surpricingly aldrei tróna þarna efst.  Ég hef svo sem verið að velta því fyrir mér hvað veldur að sumir lenda þar að því er sýnist fyrir ekki neitt, og sitja þar dögum saman út á þetta sama ekki neitt.  Meðan svo margir frábærir og skemmtilegir eru nánast aldrei í mynd framan á.  Og þar með myndi maður missa af þeim alveg.  En svona er lífið víst.  Það er nefnilega bara saltfiskur eller hur ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2007 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband