Hvernig reynast nýju jakkafötin?

Jakob Magnússon er vinsæll tónlistarmaður.  Hann er einn af Stuðmönnum.  Stuðmenn eru skemmtilegir.  Jakob hefur samið mörg skemmtileg lög.  Jakob er að öllu jöfnu smekklegur til fara.  Í sjónvarpsfréttum í kvöld sá ég ekki betur en að hann hefði verið í nýjum, smart, köflóttum jakkafötum.  Jakob hefur í tvígang reynt fyrir sér í prófkjörum hjá Samfylkingunni.  Hann hlaut dapurlega útreið í bæði skiptin.

Þar sem Jakob hefur að stærstum hluta átt afkomu sína undir því að selja tónlist á markaði þá hélt ég að hann hefði fyrir löngu áttað sig á samhenginu milli framboðs og eftirspurnar.  Góð plötusala en afleit útkoma úr prófkjörum myndu flestir taka sem skýr skilaboð um hvers fólk væntir af honum. 

Kæri Jakob!  Þessu ættir þú að vera farinn að átta þig á.  En af einhverjum völdum hefur það reynst þér um megn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Kannski á Jakob eftir að koma á óvart hvað varðar fylgisöflun.  Hver veit?   En ekki hefur gengið verið gott hingað til í pólitík....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 22.3.2007 kl. 21:09

2 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Einhvernveginn finnst mér að tveir aðilar þarna eru í röngu hlutverki, eða að reyna að komast í önnur hlutverk en þeir eiga heima í.

Jakob Frímann er mjög fínn í að semja tónlist og flytja hana. Það er eins og hljómborðið hafið fæðst með honum. En ég sé hann ekki fyrir mér í pontu á alþingi "Frú forseti"....

Svo gerir Ómar Ragnarsson sig heldur ekki í sömu pontu. En hann er fínn sem skemmtikraftur, sem fréttamaður, sem tónlistarmaður, sem rallari, sem sem sem... Sem talsmaður umhverfisverndarþrýstihóps sem skipuleggur fjöldagöngur til verndar náttúrunni. Held að þessi mæting á Laugaveginn þarna um daginn hafi eitthvað stigið kalli til höfuðs.

Mér finnst að þeir sem stjórna landinu eigi að vera ... "víðtækari". Þ.e.a.s. fólk sem þekkir inn á fleiri mál en "þeirra" mál. Eins máls flokkar eiga ekki heima inni á Alþingi.

Júlíus Sigurþórsson, 22.3.2007 kl. 22:14

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frúnni þóttu fötin ljót

frúin til mín kallar.

Það er ei nema bót við bót

buxurnar þínar allar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2007 kl. 23:37

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jakob...ný föt. Sama röddin?

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.3.2007 kl. 23:42

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Meistari Jakob, meistari Jakob vakna þú!

Svava frá Strandbergi , 23.3.2007 kl. 02:09

6 Smámynd: Loon

Jakob er segullinn í þessu framboði, Jack Magnet.

Loon, 23.3.2007 kl. 22:50

7 identicon

Flest bestu lög Stuðmanna voru samin af Valgeiri Guðjónssyni.

Jakob var þar eins og hver annar nótnaboxari.

Sigurður Sverrisson (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband