Gleymda skoðanakönnunin

Ég biðst forláts en ég var búinn að steingleyma því að um nokkurt skeið hefur verið opin skoðanakönnun á vinstri spássíunni á síðunni minni.  Ég lagði það í dóm gesta hvernig sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ætti að afgreiða breytingartillögu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem fela í sér Hvamms- og Holtavirkjun.  Niðurstöðurnar eru svohljóðandi eftir svör 76 þáttakenda:

26,3% telja að sveitarstjórn skuli heimila framkvæmdirnar.

44,7% telja að sveitarstjórn skuli leggjast gegn framkvæmdunum og fjarlægja þær af skipulagi.

28,9% telja að staðið skuli fyrir bindandi atkvæðagreiðslu um málið meðal íbúa sveitarfélagsins.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að þessi könnun stenst engan veginn vísindalega aðferðafræði.  Vel má vera að sami aðilinn hafi greitt öll atkvæðin.  En ef svo hefur verið þá er sá hinn sami mikill sveimhugi í afstöðu sinni.  Því miður hef ég gleymt þessu tiltæki mínu og man því ómögulega hvenær ég setti könnunina í gang.  En svona fór hún.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Kæri Jón Kristófer

Ég er búsettur í Reykjavík.  En forfeður mínir bjuggu í Haga alla 20. öldina.  Nú búa þar frændmenni mín.  Mamma og okkar nánustu eiga sumarhús á jörðum sem verða fyrir miklum áhrifum ef af þessum framkvæmdum verður.  Ég var í sveit á tveimur bæjum í Gnúpverjahreppi á árunum 1974-1979.  Fyrstu 3 sumurinn í Haga og næstu 3 í Þrándarholti.

Ég verð því að játa sem gamall kúasmali í sveitinni þá er mér málið nokkuð skylt.

Sigurður Ásbjörnsson, 23.3.2007 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband