Viðeigandi kveðja og án tæknilegra mistaka

Það er afar vel til fundið hjá Sólveigu Pétursdóttur að kippa bóndanum með til Kaliforníu á kostnað skattborgaranna.  Þau hjónin hafa náð því að viðhalda samfelldri spillingarför allt frá því að Sólveig gegndi embætti Dómsmálaráðherra.  Eins og menn muna þá stóðu stofnanir Dómsmálaráðuneytis, Lögreglan og Landhelgisgæslan, í viðskiptum við Skeljung á meðan þau hjónakornin stýrðu annars vegar ráðuneytinu og hins vegar olíufélaginu.  Stofnanir ráðuneytisins nutu ekki viðskiptakjara samkvæmt leikreglum samfélagsins en þau hjónakornin létu það ekki svipta sig svefni og uppskáru bærilega. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við skattborgarnir borgum undir þau ferðalög í fjarlæga heimshluta.  Ég vona bara að þau hafi náð að kveðja alla samflokksmenn sína með handabandi á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.  Þau hafa væntanlega fengið að skilnaði þakkir fyrir vel unnin störf.  Hvur veit nema þau nái að endurnýja hjúskaparheitið með viðkomu í Las Vegas eða jafnvel að framlengja för sína með smá útsýnisferð frá Canaveral höfða.

Þau eiga nú annað eins skilið eftir alla fórnfýsina í garð neytenda og kjósenda.  Ekki satt?


mbl.is Forseti Alþingis í heimsókn til Kalíforníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er að mínu mati ólíðandi hneyksli.  Vonandi að þau uppskeri eins og þau hafa sáð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2007 kl. 20:10

2 Smámynd: ragnar bergsson

Já og þetta kjósum við endalaust á þing.

ragnar bergsson, 16.4.2007 kl. 20:42

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm nákvæmlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2007 kl. 21:27

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Mæltu manna heilastur.

Þóra Guðmundsdóttir, 16.4.2007 kl. 22:49

5 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

og hvaða gagn höfum við svo af þessari ferð,  ekki kemur hún aftur á þing þar sem hún er hætt, kannske mætir hún í haust á þingið og ræðir þessa ferð

Hallgrímur Óli Helgason, 16.4.2007 kl. 22:50

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er nú lenska hérna eins og við vitum, að þegar þetta lið er að hætta og þarf ekki að flaðra meir þá gefur það skít í alla og leggst í langdvalir erlendis, heimsreisur með öllu. Blöndal,Doddson,Ásgrímsson nefnið þá bara.......

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.4.2007 kl. 22:55

7 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Mér finnst þau alltaf svo flott par.

Tómas Þóroddsson, 17.4.2007 kl. 00:11

8 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Skel hæfir kjafti.  Satt er það Tómas.

Sigurður Ásbjörnsson, 17.4.2007 kl. 00:28

9 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Takk fyrir kvittið, Sigurður. Ég skrifaði líka svolitla hugleiðingu um þetta ...

Hlynur Þór Magnússon, 17.4.2007 kl. 00:40

10 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Íslenska þjóðin er greinilega bara undirgefin og aumkvunarverð -- fílar að láta fara illa með sig. Ísland er BDSM klúbbur, og XD er eftirsóttasta Dominatrixið, eða hvað?

Spilling er allstaðar í heiminum, og blygðun er allstaðar í heimunum.. nema á Íslandi.

Steinn E. Sigurðarson, 17.4.2007 kl. 10:28

11 Smámynd: Jóhann H.

Það var svo sem vitað að Kristinn Björnsson kann ekki að skammast sín en þetta þý sem fylgir honum er greinilega ekkert skárra.  Greinilega upphefð af því að fylgja honum og frúnni út á kostnað ríkisins.  Svei þessum þurfalingum...Skammta sér farareyri, dagpeninga og risnu meðan öðrum sem eiga eitthvað undir ríkinu varðandi framfærslu er skammtaður skítur úr hnefa.  Ég vildi gjarnan sjá komment frá flokkssystkynum ferðafélaganna varðandi þessa ferð.  Er þetta fyrirmyndar stjórnsýsla?  Djöfull er mér misboðið.....

Jóhann H., 17.4.2007 kl. 10:37

12 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Mikið tek ég undir allt sem sagt hefur verið hér, ég var ósköp hlutlaus um þetta fyrir ekki margt löngu talaði um þetta fólk bara svona í hálfkæringi, en eftir að ég ég stóð upp frá Kastljósinu um daginn, er Kristinn talaði þar, yfir mig hneigslaður á hvað maðurinn er bara vitlaus eftir allt saman, þá er ég svo innilega sammála ykkur öllum hér og sérstaklega að bæði hvað það er gott að  þetta lið sem í kringum þau er að hverfa af vetvangi stjórnmálanna- það svo sem hefur áfram ítök og svo hitt að endalaust náum við með einhverjum hætti að kjósa samskonar fólk inná þing aftur þe. við höldum þessu við. 

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.4.2007 kl. 11:00

13 Smámynd: Bragi Einarsson

ekki kem ég til með að sakna þeirra, svo mikið er víst

Bragi Einarsson, 17.4.2007 kl. 15:35

14 Smámynd: Kristján Pétursson

Það er til nóg af svona fólki,það þarf bara að láta í sér heyra eins og þið hafið gert.

Kristján Pétursson, 17.4.2007 kl. 16:34

15 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Var einmitt að ljúka við að horfa á þessa frétt í sjónvarpinu. Þar kom reyndar fram að makar þingmanna borguðu sjálfir undir sig. Bara svo þetta sé á hreinu. einnig eru það bara þingmenn sem fá dagpeninga en ekki makar. Kaliforníuþing borgar síðan gistingu fyrir hópinn.

Tek það fram að ég hef engra hagsmuna að gæta, vildi bara koma þessum staðreyndum að.

Guðmundur H. Bragason, 17.4.2007 kl. 19:31

16 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Guðmundur Bragason: Dagpeningar eru m.a. vegna gistingar - þeim er þá bara stungið í vasann. Bendi í þessu sambandi á athugasemdir á blogginu mínu ...

Hlynur Þór Magnússon, 17.4.2007 kl. 20:27

17 identicon

Ætli það sé ekki best að ég taki það fram líka að ég hef enga hagsmuna að gæta hér.  

Það er ekki rétt hjá Hlyni að dagpeningarnir fari í vasana ef gestgjafinn greiðir fyrir gistinguna.   Skv. reglunum þá dregst gistikostnaðurinn frá dagpeningunum.   

Merkilegt hvað margir hér eru tilbúnir að dæma án þess að hafa hugmynd um hvað þeir eru að tala um - skjóta fyrst og spyrja svo.  

Bjarni M. (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 23:09

18 Smámynd: Sylvía

Bjarni - hvað gagnast þessi ferð landi og þjóð þegar þetta fólk er að hætta á þingi? Þessi ferð kostar um 4 millj.kr. Allt er þetta fólk vel burðugt að borga fyrir sjálft sig í svona ferð. En þetta er nú bara toppurinn á ísjakanum í þessum efnum hjá ríkinu.

Sylvía , 18.4.2007 kl. 09:42

19 Smámynd: Katrín

Já svakalegt með þetta fólk

Katrín, 18.4.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband