Álver eða hálfver

Framundan eru kosningar um stækkun álversins í Straumsvík.  Það hefur verið haft eftir forsvarsmönnum í Straumsvík að ef ekki verði af stækkun þá muni þeir, þó síðar verði, pakka saman.  Fólki gengur misjafnlega að trúa því að núverandi stærð álversins í Straumsvík sé ekki hagkvæm eining þar sem fyrirhugað er að reisa litlu stærri verksmiðjur í Helguvík og við Húsavík.  Andri Snær Magnason heldur því fram í Draumalandinu að áformin um 250.000 tonna ársframleiðslu sé eingöngu helmingur af því sem fyrirtækin ætla sér í raun, þ.e. eins konar hálfver.

 

Ég leyfði mér að líta inn á heimasíður samtaka álframleiðenda og hins íslenska fyrirtækis Altech, en á báðum síðunum er að finna margvíslegan fróðleik um álmarkaðinn.

 

Hér að neðan fylgir upptalning á aldri og framleiðslugetu þeirra álvera í heiminum sem Altech listar á heimasíðu sinni.  Þar er sérstaklega tiltekið að allar upplýsingar vanti frá Kína.  Hafa ber í huga að upplýsingar um ný og breytt álver frá síðustu misserum vantar vafalítið á þennan lista.  Af listanum má sjá að stærðir álvera eru afar breytilegar eða frá um 20.000 tonna ársframleiðslu og upp í 930.000 tonn. 

Til að hafa samanburðinn á hreinu.

Framleiðslugeta Alcan í Straumsvík er um 180.000 tonn á ári

Alcan í Straumsvík vill stækka upp í 460.000 tonn á ári.

Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði byrjar framleiðslu á þessu ári og verður komið í 346.000 tonna ársframleiðslu þegar byggingu er lokið.

Norðurál á Grundartanga er að stækka og er komið með starfsleyfi fyrir allt að 300.000 tonna ársframleiðslu.

Til skoðunar er að reisa 250.000 tonna álver í Helguvík og annað svipað að stærð á Húsavík.

Í fréttum um daginn var greint frá áhuga Hydro á byggingu álvers í Þorlákshöfn en ekki hafa heyrst tölur um mögulega stærð þess.

 

Til skýringar.  Listinn er eftir heimsálfum, í fyrsta dálki er heiti fyrirtækis, þá framleiðslugeta í tonnum á ári og í síðasta dálki ártalið þegar fyrirtækið hóf starfsemi sína.

 
Norður Ameríka
Kanada  
Alcan - Alma400.0002000
Alcan - Arvida248.0001926
Alcan - Beauharnois50.0001943
Alcan - Grand Baie196.0001980
Alcan - Kitimat277.0001954
Alcan - Laterriere219.0001989
Alcan - Shawinigan Falls88.0001901
Alcoa - Abi360.0001986
Alcoa - Aluminerie de Deschambault253.0001992
Alcoa - Baie Comeau400.0001957
Alouette242.0001992
Mexíkó  
Vera Cruz75.0001963
Bandaríkin  
Alcan - Sebree196.0001974
Alcoa - Alcoa210.0001914
Alcoa - Badin115.0001915
Alcoa - Eastalco174.0001970
Alcoa - Intalco280.0001966
Alcoa - Massena125.0001903
Alcoa - Mount Holly205.0001980
Alcoa - Rockdale264.0001952
Alcoa - St. Lawrence123.0001959
Alcoa - Warrick310.0001960
Alcoa - Wenatchee220.0001952
CFAC185.0001955
Goldendale172.0001969
Hawesville238.0001969
Mead200.0001942
Noranda252.0001952
Northwest82.0001958
Ormet260.0001952
Ravenswood180.0001957
Vanalco116.0001940
Suður Ameríka
Argentína  
Aluar194.0001974
Braselía  
Albras365.0001965
Alcan Aratu58.0001972
Alcan Ouro Preto51.0001945
Alcominas91.0001970
Alumar380.0001984
CBA240.0001955
Valesul94.0001982
Venesúela  
Alcasa210.0001967
Venalum430.0001978
Eyjaálfa
Ástralía  
Bell Bay160.0001955
Boyne520.0001982
Hydro - Kurri Kurri165.0001969
Point Henry185.0001963
Portland Aluminium385.0001986
Tomago480.0001983
Nýja Sjáland  
NZAS330.0001971
Asía (Kína vantar)
Aserbasjan  
Sumgait Aluminium35.0001955
Barein  
Alba830.0002005
Indland  
Balco289.0002005
Hindalco242.0001962
Indalco - Alupuram21.0001943
Indalco - Hirakud60.0001959
Malco28.0001967
Nalco345.0001987
Indonesia  
Inalum225.0001982
Íran  
Iralco Almahdi220.0001997
Iralco Arak120.0001971
Japan  
Kambara35.0001940
Sameinuðu arabísku furstadæmin  
Dubal560.0001979
Afríka
Kamerún  
Alucam96.0001957
Egyptaland  
Egyptalum245.0001975
Gana  
Valco200.0001967
Mósambik  
Mozal530.0002000
Nígería  
Alscon193.0001997
Suður Afríka  
Bayside210.0001971
Hillside670.0001994
Evrópa
Bosnía Hersegóvenía  
Mostar107.0001981
Frakkland  
Dunkerque228.0001992
Lannemezan45.0001939
St. Jean de Maurienne125.0001907
Þýskaland  
Corus83.0001971
HAW125.0001974
Rheinwerk210.0001962
Stade70.0001973
Trimet Essen155.0001971
Grikkland  
ADG155.0001969
Ungverjaland  
Inota34.0001952
Ísland  
Alcan Iceland168.0001969
Nordural260.0001998
Ítalía  
Alcoa - Fusina43.0001972
Alcoa - Porto Vesme144.0001973
Montenegro  
Kombinat Aluminium102.0001971
Holland  
Alcan Vlissingen175.0001971
Aluminium Delfzijl100.0001966
Noregur  
ELKEM Lista95.0001971
ELKEM Mosjoen188.0001958
HYDRO Ardal204.0001947
HYDRO Hoyanger71.0001981
HYDRO Karmoy267.0001967
HYDRO Sunndal252.0001954
SORAL110.0001965
Pólland  
Konin53.0001966
Rúmenía  
Alro270.0001965
Rússland  
BAZ180.0001945
BrAZ945.0001966
IrkAZ280.0001962
Kandalaksha70.0001950
KrAZ900.0001964
Nadvoitsky70.0001954
NkAZ285.0001943
SaAZ450.0001985
UAZ135.0001939
VgAZ165.0001959
Volkhov24.0001932
Slóvakía  
Slovalco155.0001953
Slóvenia  
Talum155.0001954
Spánn  
Aviles85.0001959
La Coruna82.0001961
San Ciprian200.0001979
Svíþjóð  
Kubal100.0001973
Sviss  
Steg44.0001962
Tatsikistan  
Tajik Aluminium530.0001975
Tyrkland  
ETI60.0001974
Bretland  
Anglesey140.0001971
Lochaber40.0001981
Lynemouth160.0001972
Úkraína  
Zaporozhie110.0001932

Um bloggið

Bloggvinkona mín Zordis spurði í athugasemd fyrir stuttu hvernig mér gengi að rækta samband við alla þessa bloggvini sem ég hef eignast.  Spurningin er ofur eðlileg og því ráð að ég geri grein fyrir minni afstöðu fyrir blogginu og þeim bloggvinafjöld sem ég hef komið mér upp.

 

Fyrir það fyrsta þá vil ég þakka Mbl.is fyrir þá þjónustu sem þau veita mér og öllum öðrum með því að taka þátt í þessu kerfi.  Þegar ég ákvað að reyna fyrir mér á þessum vettvangi þá ákvað ég að gefa þessu nokkra mánaða séns.  Ég ætla að reyna að skýra út fyrir ykkur hvað vakir fyrir mér.  Mig langar að reyna fyrir mér í þessum færslum að skrifa smá pistla frá eigin brjósti, helst einn á hverjum degi, um það sem mér liggur á hjarta.  Ég hef ekki í huga að skrifa um sjónvarpsdagskrána, bíómyndir, veðrið eða mataræðið á heimilinu eða mjög persónulega hluti.

 

Ég geri mér engu að síður grein fyrir því að þessi bloggvettvangur er notaður með afar margvíslegum hætti.  Ég skil vel þá sem búa í útlöndum sem nota þetta form til þess að gera grein fyrir sínum persónulegu högum, þar sem það er dýrt og fyrirhafnarmikið að hringja eða sms-a í sína nánustu til að færa fréttir af börnunum og hinu daglega lífi.  Þá skil ég alla þá sem verða foreldrar eða afar og ömmur að þau hafi áhuga á því að láta í sér heyra.  Sjálfur er ég á því að stærsta verkefni sem ég hef tekist á við til þessa sé foreldrahlutverkið og það minnisstæðasta á lífsleiðinni er fæðing sonar míns.

 

En Zordis spurði mig að því hvernig mér gengi að rækta bloggvini mína.  Sonur minn taldi þá fyrir skömmu síðan og sagði mér að þeir væru yfir 300. 

 

Bloggvinir mínir eru meira og minna fundnir af handahófi.  Sumir skrifa um áhugaverð mál, sumir eru samherjar í sýn á tilveruna, sumir eru með allt aðra sýn á tilveruna heldur en ég, sumir skrifa einfaldlega svo skemmtilegan stíl að það er hrein unun að lesa það sem frá þeím kemur, óháð viðfangsefni.

 

Til að fylgjast með ritstörfum bloggvina minna þá vel ég þá leið að skrá mig inn í kerfið og smella síðan á stjórnborð.  Þar kemur upp vinstra megin “bloggvinir nýjustu færslur” þann lista skanna ég og á listanum má sjá ca. 4-5 fyrstu línurnar í ólesnum greinum.  Ef efni eða stíll vekur áhuga minn þá skrepp ég á síðurnar þeirra og fæ mér allan skammtinn.

 

Mbl.is og Zordisi þakka ég góða þjónustu og góðar ábendingar um rækt við bloggvini.  Allir þeir sem hafa sæst á þennan vinskap að mínu frumkvæði eða hafa sýnt eigið frumkvæði að bloggvinskap þakka ég að sama skapi.

 

Íslenskufræðinga bið ég um smá aðstoð.  Á borðanum efst á Mbl.is síðunni stendur “bloggið” en þegar boðið er upp á möguleikann á því að flokka efnið þá blasir við valkosturinn “bloggar”.  Því er mér spurn hvaðan kemur þetta orð “blogg” og hvort er það hvorugkyns eða karlkyns?


Það liggur ekkert á

Ég vil vetja athygli á tveimur athyglisverðum verkefnum sem hafa komið fram á síðustu misserum og ganga út á orkuöflun á Íslandi með öðrum hætti en gert hefur verið til þessa.  Ég verð samt að biðjast forláts á því að vera fremur verkfræðilega þenkjandi að þessu sinni.  Hvorugt verkefnið er komið það langt að unnt sé að hrinda þeim í framkvæmd en þau vekja vonir um orkuöflun í meiri sátt við umhverfið en flest önnur sem til stendur að hrinda í framkvæmd.

 

Hið fyrra er djúpborunarverkefnið sem af og til hefur verið til umræðu án þess að almennilega hafi verið gerð grein fyrir stöðu þess.  Verkefnið gengur út á það að bora um 4-5 km djúpar holur þar sem finna má 400-500°C heitan vökva undir miklum þrýstingi.  Við hinn mikla þrýsting er suðumark vökvans kominn yfir 300°C.  Von manna stendur til að afl slíkra hola geti verið 5-10 falt það sem fæst úr hefðbundnum holum (erfitt er raunar að tala um eitthvað hefðbundið því sumar eru þurrar og gefa ekkert afl á meðan aðrar gefa yfir 10 MW).  Djúpborunarverkefnið á hins vegar langt í land og það eru mýmörg óleyst verkfræðileg viðfangsefni sem fylgja því.  Kostnaður við eina holu af þessarri gerð er áætlaður 1,5 til 2 milljarðar króna.  Dýrt, áhættusamt en afar spennandi.  Það versta sem kæmi út úr verkefni af þessu tagi væri engin orka, en gríðarleg þekking á dýpi í jarðskorpunni sem við höfum haft fremur óljósar hugmyndir um.

 

Hitt verkefnið sem ég vil nefna til sögunnar eru svokallaðir Gorlov hverflar.  Vafalítið hljómar fyrirbærið framandi fyrir þorra fólks.  En ég heyrði fyrst um fyrirbærið á ráðstefnu Orkustofnunar haustið 2004 sem bar yfirskriftina Nýir kostir til orkuöflunar.  Með mikilli einföldun má segja að þessir hreyflar séu ætlaðir til að virkja sjávarfallastrauma án þess að nokkur stíflumannvirki þurfi að koma til sögunnar.  Hverflarnir yrðu á kafi svo unnt yrði að sigla yfir þá og veður hefði þar með engin áhrif á gang þeirra.  Fyrirlesarinn, Geir Guðmundsson á Iðntæknistofnun, taldi ástæðu til að kanna hvort unnt væri að nota slíkan búnað til að virkja Röstina í Hvammsfirði inn af Breiðafirði og e.t.v. víðar.  Ekki hef ég grænan grun um hver framvinda þessa verkefnis hefur verið og veit ekki hvort hugmyndin hafi verið afskrifuð.  Engu að síður þá eru þessi tvö verkefni sem ég nefndi að ofan eingöngu dæmi um það sem fagfólk hefur verið að vinna að varðandi orkuöflun til framtíðar. 

 

Við þurfum ekki að láta eins og það sé einhver “síðasti séns” að reisa virkjanir út um víðan völl.  Eins og Sigríður Anna Þórðardóttir, alþingismaður, nefndi í ræðu á Alþingi fyrir skömmu.  Það er óhætt að slaka aðeins á, orkuverðið gerir ekki annað en að hækka á næstu árum.


Hvort er verra skarð í Þjóðhátíðarlundinn eða vitneskja borgaryfirvalda?

Þessu skal ég svara sjálfur.  Viðhorf bæjarstjórans í Kópavogi er það versta í málinu.  Hvort heldur það er til umhverfisins í Heiðmörk eða til vatnsverndar. 
mbl.is Skarð rofið í Þjóðhátíðarlundinn án vitneskju borgaryfirvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurleg tíðindi af umferðinni

Ég hlýt að hljóma alveg óþolandi einstrengingslegur þessa dagana.  En mér finnst það fáránlegt að 73 % í könnun aki einir í bíl til vinnu eða skóla í Reykjavík.  Það er nú einu sinni þannig að þessar hversdagslegu ferðir, til vinnu eða í skólann, er auðveldast að komast með öðrum hætti, t.d. með strætó.  Er hægt að réttlæta allt þetta fjáraustur í umferðarmannvirki í þéttbýlinu á þessum forsendum.  Til að flytja eina hræðu þarf ekki margra tonna tryllitæki.  Ef allir kaupa sér "búkollur" eða 18 hjóla trukka til hversdagslegra nota, þurfa þá Vegagerðin og sveitarfélögin að mæta slíku með stærri mannvirkjum og fækkun bílastæða um 75% þar sem hvert tæki tekur fjórfalt pláss?
mbl.is 73% aka einir í bíl til vinnu eða skóla í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski er besta ráðið við þessum vanda að draga úr barneignum

Ef marka má hefðbundin viðbrögð.  Þá reyna menn ekkert til að stöðva upptök ryksins, en finna sér krókaleiðir til að slá á einkennin.
mbl.is Börnin ekki út suma daga vegna svifryks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forhertar fitubollur

Í gærkvöld og í dag hafa fjölmiðlarnir lagt til verulegt magn af dálksentimetrum og mínútum í að færa okkur tíðindi af óæskilegu mataræði þjóðarinnar.  Nefnilega þau að við innbyrðum umtalsvert meira en æskilegt er af hertri fitu.  Sjálfum hefur mér fundist að líkamlegt ástand fólks, einkum ungs fólks, hafi breyst til hins verra á undanförnum árum.  Ekki svo að skilja að ég stundi mælingar á ummáli eða vigtun á þeim sem á vegi mínum verða.  Heldur er þetta fyrst og fremst ályktun eftir meingölluðu minni mínu.  Ég er sem sagt á því að Íslendingar séu að fitna og sú þróun hafi staðið í nokkuð mörg ár.  Ekki skal ég fjölyrða um hvort fitan sem fyrir augu ber sé hert eða jafnvel forhert, en hún er þarna.

 

Þrátt fyrir einlægan áhuga minn á efnafræði þá hef ég að mestu leitt næringarefnafræðina hjá mér.  Ég er nefnilega á því að gömlu prinsippin sem mér voru kennd í bernsku séu enn í fullu gildi.  Meðal þeirra er slagorðið allt er best í hófi.  Einnig var á sama skeiði ævinnar fjallað nokkuð um það að hreyfing væri nauðsynleg ekki síst fyrir þá sem ekki stunduðu líkamlega vinnu, þeir yrðu einfaldlega að nota nokkuð af frítíma sínum til að hreyfa sig reglulega.

 

Það er athyglisvert hversu töfralausnir eiga greiða leið að fólki.  Vel meinandi fólk lætur því miður oft ginnast af gylliboðum sem eiga að vera allra meina bót.  Tvö nýjustu dæmin eru annars vegar fótabað sem skiptir lit og hins vegar háþrýstiþvottur á neðsta hluta meltingarvegarins.  Það er von mín að fagfólk í heilbrigðis- og næringarfræðum láti meira til sín taka í umræðum um mataræði og heilsufar en skilji ekki ritvöllinn eftir ónotaðan og andmælalausan fyrir braskara og skottulækna.

 

Þá vil ég að síðustu vekja athygli á baráttu bloggvinar míns Morten Lange sem þreytist ekki á því að hvetja fólk til að flétta hreyfinguna inn í hversdagslegt líf með því að hjóla til og frá vinnu.  Sjálfum þykir mér það grátlegt að sitja á einu málþingi um svifryksmengun, öðru um losun gróðurhúsalofttegunda, því þriðja um kostnað við umferðarmannvirki, því fjórða um skuldir heimilanna og býð eftir næstu ráðstefnu um herta fitu þegar við, a.m.k. í þéttbýlinu, myndum takast á við þetta úrlausnarefni með því að láta bílinn eiga sig en þess í stað ganga, skokka eða hjóla.  

 

Heilbrigð sál í hraustum líkama!


Metnaðarfullt fagfólk að störfum

Loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa verið til umfjöllunar að undanförnu.  Augljóslega er þar um að ræða gríðarstórt úrlausnarefni sem öll heimsbyggðin þarf að taka þátt í að leysa.  Víða um veröld er snjallt fólk að leita leiða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) auk þess sem margir vinna að bindingu kolefnis.  Á heimsvísu er vandamálið samtvinnað því stóra verkefni sem felst í orkuöflun mannkyns. 

 

Það er ánægjulegt til þess að vita að hér á landi eigum við snjallt fólk sem leggur sitt af mörkum við að leysa hið stóra verkefni.  Tilefnið er ærið.  Því svo gæti farið að breytingar á loftslagi komi jafnvel harðar niður á lífsbjörginni á Íslandi en víða annars staðar.  Í þeim efnum eru a.m.k. ákveðnir þættir auðsæir.  Það virkjar enginn jökulár án jökla og það eru ýmis teikn á lofti um að loftslagsbreytingar kunni að hafa umtalsverð áhrif á vöxt og viðgang fiskistofnanna við Ísland. 

 

Það stendur ekki til að flytja fólki dómsdagsspá vegna þessa eða boða mönnum eld og brennistein í öll mál nema þeir hverfi í einu og öllu frá nútíma lifnaði að lífsháttum sem tíðkuðust fyrir iðnbyltingu.  Því fer nefnilega fjarri að ég telji að viðsnúningur frá vaxandi GHL í andrúmslofti óleysanlegt verkefni.  Ég er hins vegar sannfærður um að hjá því verði ekki komist að endurskoða æði margt í hversdagslegum athöfnum víða um veröld ef umtalsverður árangur á að nást.  Í leiðinni er rétt að minna á að með því að draga úr losun GHL vinnst ýmislegt annað í leiðnni.  Má þar nefna betri loftgæði vegna minni styrks annarra mengunarefna, orkusparnaður og orkuöflun og margt fleira.

 

Meginefni mitt í dag er að senda fagfólki sem er að vinna að ýmsum verkefnum sem snerta loftslagsmálin með einum eða öðrum hætti hrós fyrir áhugavert framlag.  Mig langar að nefna þrjú þeirra:

 

Vetnisverkefnið.  Eins og flestum er kunnugt er þá er nýlega búið að taka vetnisstrætisvagnana úr umferð.  Eins og kunnugt er þá voru vagnarnir frumsmíðir (prótótýpur).  Ef marka má þær upplýsingar sem fram hafa komið á kynningarfundum Íslenskrar Nýorku þá reyndust vetnisvagnarnir betur hér en í hinum sjö borgunum þar sem sams konar tilraunir fóru fram.  Nú er margvísleg þekking komin af notkun vagnanna hérlendis og vonandi eigum við eftir að sjá næstu kynslóð vetnisvagna á götunum áður en langt um líður.  Ef eingöngu væru notaðir vetnisvagnar þá er augljóst að hljóðvist og loftgæði þar sem þéttleiki strætisvagna er mestur myndu snarbatna.  Má þar nefna Lækjartorg, Hlemm, Mjódd og Ártún.

 

Metanfarartæki.  Samkvæmt starfsleyfi fyrir Sorpförgunarsvæðið í Gufunesi þá er óheimilt að hleypa metani út í andrúmsloftið.  En metan losnar við niðurbrot lífrænna efna í sorpi á urðunarstöðum.  Ástæða þess að ekki má hleypa því ómeðhöndluðu út í loftið er sú að metan hefur margföld gróðurhúsaáhrif miðað við koldíoxíð.  Til að byrja með var metanið frá sorphaugunum í Gufunesi eingöngu brennt.  En sem betur fer eru komnir bílar til að nýta þessa orku sem annars væri eingöngu sóað með brennslu á staðnum.

 

Rannsóknarverkefnið um bindingu koltvísýrings í basalti.  Þetta verkefni er stórt samstarfsverkefni þar sem Orkuveita Reykjavíkur, Háskóli Íslands og háskólar í Frakklandi og Bandaríkjunum snúa saman bökum.  Hér er það Sigurður Reynir Gíslason jarðefnafræðingur við HÍ sem stýrir verkefninu.  Með nokkurri einföldun má segja að verkefnið gangi út á að fanga koldíoxíð úr jarðhita og reyna að herma eftir því ferli sem náttúran sjálf stundar að binda koldíoxíð með því að hvarfa það við algengustu bergtegund á Íslandi, basalt.  Þar sem náttúran leikur þennan leik sjálf þá er mjög freistandi að ætla að vel takist til.

 Tilfellið er að það eru engar patentlausnir til sem í einu og öllu leysa þennan vanda frekar en flest önnur verkefni.  Ekki frekar en að megrunarpillur leysi offituvandan á Vesturlöndum.  Það eru hins vegar mýmörg áhugaverð verkefni í gangi um víða veröld og því ástæðulaust að gefast upp.

Metnaðarleysi, - bara tvenn göng í einu

Eigum við ekki að bora frá öllum þéttbýlisstöðunum (helst í einu) inn undir miðju landsins?  Svo hittumst við þar.

Að venju er það aukaatriði hvort einhver eigi erindi.


mbl.is Hægt verði að vinna við gerð tvennra jarðganga samtímis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamall kúasmali óttast um afdrif ræktar- og beitilanda

Sú var tíðin að mér fannst Árnes, félagsheimili Gnúpverja, vera stórt hús.  Í dag kom hins vegar glögglega í ljós að húsið er ekki stórt.  Að minnsta kosti var það ekki nógu stórt til að allir fengju sæti sem voru komnir til að mótmæla fyrirhuguðum virkjunum í neðri hluta Þjórsár. 

Ef maður þykist ætla að halda uppi faglegri samfélagsrýni þá er mælt með því að forðast eins og heitan eldinn að vera persónulegur í framsetningu efnis.  En nú fór í verra.  Fyrir mér eru Hvamms- og Holtavirkjanir persónulegt angur.  Ástæðan er einfaldlega sú að sumurin 1974-1980 var ég í sveit í Gnúpverjahreppi.  Fyrstu 3 sumrin var ég kúasmali hjá afa og ömmu í Haga en fyrir neðan Haga á að koma gríðarstórt uppistöðulón sem hefur gríðarlegar breytingar í för með sér á öllu umhverfi bæjarins og heimatúnin munu spillast.  Síðari 3 sumrin var ég í sveit í Þrándarholti en á móts við Þrándarholt kemur frárennsli frá Holtavirkjun fram.  Þ.e. ef Landsvirkjun fær vilja sínum framgengt.  Í dag býr amma mín sem og fleira frændfólk í Haga.  Þau eru með búskap á bænum og hafa staðið þeirri trú að þau væru að nýta auðlindir landsins.  En miðað við síðari tíma skilgreiningar þá mætti ætla að svo væri ekki.  Mönnum til glöggvunar vil ég rifja upp fáein atriði sem Gnúpverjar hafa gert á því svæði sem senn hverfur undir vatn en munu ekki geta haldið áfram verði virkjanirnar að veruleika.

  1. Á svæðinu frá Haga og niður fyrir Búðafoss er Þjórsá tilkomumikil með flúðum, eyjum, hólmum, klettadröngum og gróðurvinjum.  Við höfum notið þess að hafa þessi svæði fyrir augunum sem listaverk náttúrunnar.  Ýmist verður þessum sérkennum sökkt eða þau verða á þurru landi.
  2. Við vatnaskilin þar sem Þverá fellur í Þjórsá á jarðamörkum Haga og Fossness veiðist silungur á sumrin.  Það svæði verður á 6-8 m dýpi ef Landsvirkjun fær að virkja.
  3. Skammt neðan við veiðisvæðið er malarnám þar sem fengist hefur mjög góð steypumöl og það sem meira er, - sú malartekja hefur farið fram án þess efnistöku svæðið hafi skilið eftir svöðusár í landinu.  Þetta svæði verður á 5-6 m dýpi eftir virkjun.
  4. Hagaey var fyrr á árum beitt en á síðari árum hefur verið gerð tilraun með skógrækt í eynni.  Eftir virkjun fer um 80% af eynni í kaf.
  5. í Haga eru tún bæði ofan og neðan þjóðvegar.  Ef ekkert verður gert þá fer stór hluti túnanna á kaf.  Ef þeim verður lyft með jarðvegsflutningum þá verða gríðarlegar ásýndarbreytingar og óhemju mikið rask á framkvæmdatíma svo jörðin verður vart nothæf til búskapar.
  6. Vestan við túnin í Haga eru 4 sumarhús í eigu ættingja fjölskyldunnar í Haga.  Vegurinn neðan við bústaðina verður á 2 m dýpi í lóninu.  Ef lyfta þarf veginum á svæðinu þá er kyrrðin í sumarhúsunum fyrir bý og neðsti bústaðurinn verður trúlega með gutlandi vatn á veröndinni.
  7. Í Gnúpverjahreppi hefur verið nokkuð um hrossatengda ferðaþjónustu og yfir sumarmánuðina má iðulega sjá fólk leggja í langferðir á hestum rekandi stóð á undan sér.  Nú fara hestamenn meðfram veginum.  Ef Landsvirkjun býr til lón þá er ljóst að ekki þarf eingöngu að lyfta þjóðveginum heldur miklu breiðara svæði svo hestamenn komist leiðar sinnar.  Nema það sé yfirlýst stefna að leggja þá búgrein af.
  8. Á síðustu árum hafa ferðaþjónustuaðilar boðið upp á siglingar á gúmmíbátum frá Haga og niður flúðasvæði árinnar niður að Árnesi.  Ekki þarf að fjölyrða um örlög slíkrar starfsemi þegar svæðið hefur verið virkjað.

Eins og sjá má þá hef ég ýmislegt við áform Landsvirkjunar að athuga.  Mest af öllu óttast ég um þann gráðuga tíðaranda sem við lifum á.  Um þessar mundir er verið að taka ákvarðanir um umbyltingu náttúrunnar vítt og breitt um landið.  Þessar umbyltingar eru varanlegar og mér finnst að núverandi kynslóð þurfi að staldra við og spyrja sig um réttmæti þess að binda hendur afkomenda sinna eins og nú er verið að gera.

Að síðustu vil ég þakka öllum þeim sem stóðu að fundinum í Árnesi í dag.  Ég leyfi mér að senda sérstakar þakkir til gamla eðlisfræðikennarans míns, Egils Egilsssonar, sem talaði fyrir hönd sumarhúsaeigenda og ömmu minni Jóhönnu Jóhannsdóttur í Haga og aldursforseta Gnúpverja þakka ég frábærar hugleiðingar.  Ég var stoltur af ykkur.


mbl.is Troðfullt í Árnesi á fundi gegn virkjunum neðri hluta Þjórsár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband